Viðskipti innlent

Inspired by Iceland tilnefnt til Euro Effie verðlaunanna

Inspired by Iceland.
Inspired by Iceland.
Íslenska auglýsingastofan og Íslandsstofa eru komnar í lokaúrslit Euro Effie auglýsingaverðlaunanna fyrir Inspired by Iceland herferðina.

Effie eru ein virtustu og eftirsóttustu verðlaun sem veitt eru í auglýsingageiranum, sambærileg við Óskarsverðlaun í kvikmyndum. Þau eru aðallega veitt fyrir framúrskarandi árangur auglýsingaherferða en að hluta fyrir hinn skapandi þátt þeirra.

Euro Effie verðlaunin fyrir 2011 verða afhent við hátíðlega athöfn í Albert Hall í Brussel þann 14. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×