Skapar um hundrað ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði 8. september 2011 10:26 Magnús Scheving, Jeff Kupsky forstjóri Turner og Michael Carrington dagskrárstjóri Turner. Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Turner Broadcasting System, sem meðal annars rekur sjónvarpsstöðvarnar CNN og Cartoon Network, hefur keypt íslenska framleiðslufyrirtækið Latabæ. Fyrirtækið hyggst tefla Latabæ fram sem sínu helsta trompi á markaði fyrir yngstu áhorfendurna. Latabæjarheimur á netinu og alþjóðleg fata- og leikfangalína, er á meðal þess sem er á teikniborðinu hjá Turner. Í tilkynningu segir að í kaupsamningnum sé kveðið á um að söluandvirði hlutabréfa Magnúsar Scheving og Ragnheiðar Melsteð, konu hans, renni inn sem fjárfesting í nýtt félag Turner og hefur Magnús skrifað undir samning um að starfa sem forstjóri fyrir Turner næstu árin. Rekstur fyrirtækisins verður áfram í höndum núverandi stjórnendateymis Latabæjar. Fyrirtækið ætlar að framleiða nýja þætti af sjónvarpsþáttunum vinsælu og mun framleiðslan fara fram á Íslandi. Fjárfesting Turner nemur ríflega tveimur og hálfum milljarði króna og mun skapa hátt í hundrað ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði auk afleiddra starfa. „Þarna er því um að ræða umtalsverða innspýtingu erlends gjaldeyris inn í íslenska hagkerfið," segir í tilkynningu. Þættirnir um Latabæ hafa verið sýndir í sjónvarpi í yfir hundrað löndum og á tugum tungumála og eru enn í sýningu um allan heim. „Styrkur Turner samsteypunnar mun gera Latabæ kleift að ná að verða eitt helsta vörumerki á sviði barnaefnis í heiminum. Á meðal þess sem Turner ráðgerir að hrinda í framkvæmd á næstu árum, er þróun sérstaks Latabæjarheims á netinu og alþjóðleg fata- og leikfangalína sem byggir á persónum þáttanna." Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar, segist í tilkynningu vera mjög ánægður með að ganga í lið með Turner. „Þeir eru leiðandi fjölmiðlafyrirtæki í heiminum í dag og ég held að sú nálgun og metnaður sem þeir hafa sýnt í sinni starfsemi passi mjög vel við okkar stefnu og þær hugmyndir sem hafa frá upphafi verið grundvöllur Latabæjar. Sannfæring Turner um að það sé hægt að skemmta börnum á uppbyggjandi hátt, rímar ákaflega vel við stefnu Latabæjar. Við hlökkum til að fá tækifæri til að hvetja enn fleiri börn til þess að borða hollt og ástunda heilbrigt líferni." „Fjárfestingin í Latabæ er gríðarlega áhugaverð, bæði hvað stefnumörkun fyrirtækis okkar snertir og möguleikana í sköpun á frábæru efni,“ segir Jeff Kupsky, forseti Turner. „Tækifærið felst ekki síst í því að samnýta hæfileika Magnúsar Scheving og sterka stöðu Turner á sjónvarpsmarkaðnum. Það er á þessum forsendum sem við erum tilbúin að fjárfesta í sókn Latabæjar - en við hyggjumst hefjast strax handa við framleiðslu á nýrri þáttaröð þar sem fylgst er með íbúum Latabæjar. Aðdáendur þáttanna geta treyst því að við munum nálgast þetta mikilvæga verkefni með jafn metnaðarfullum hætti og við umgöngumst önnur sérleyfi sem við höfum yfir að ráða í dag á sviði afþreyingar. Fyrirætlanir okkar fela meðal annars í sér aukna framleiðslu á ýmis konar neytendavörum tengdum þáttunum, sem og aukið framboð af efni tengdum þeim á netinu." Kaupin á Latabæ er fjórða stóra fjárfesting Turner fyrirtækisins á árinu. Fyrirtækið starfrækir net ólíkra sjónvarpsstöðva en á meðal þeirra eru kapalstöðvarnar TNT og CNN. Kaupin fylgja í kjölfar nýlegrar yfirtöku fyrirtækisins á Millenium fjölmiðlasamsteypunni (MMG) og fjárfestingum þess í breska leikjafyrirtækinu TeePee Games og evrópsku netútgáfunni Starlounge.Um TurnerBroadcasting Turner Broadcasting er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar og sendir út nokkrar af vinsælustu frétta- og afþreyingastöðvum í heiminum í dag. Má þar nefna CNN, Cartoon Network, CN Too, Boomerang, Boing, Cartoonito, TCM, TNT og Adult Swim. Turner Broadcasting, sem framleiðir mikið af þekktasta dagskrárefni í heimi, er leiðandi í nýsköpun og miðlar framleiðslu sinni9 í gegnum hinar ýmsu dreifingaleiðir eins og sjónvarp, internetið, farsíma, tölvuleiki og gagnvirkt sjónvarp (VOD). Fyrirtækið sérhæfir sig líka í sölu sérleyfa, birtingum, viðburðum og fylgist með nýjum kynningarleiðum sem eru að ryðja sér rúms með nýrri tækni. Turner Broadcasting er í eigu fyrirtækisins Time Warner.Um LatabæLatibær sérhæfir sig í að stuðla að heilbrigði og velferð barna - á hátt sem þeim þykir skemmtilegur. Í þessu felst mikil sérstaða og með því að sýna ávallt ríka tryggð við þetta markmið þá hefur vörumerki Latabæjar öðlast einstakan trúverðugleika í huga neytenda. Með stofnandann Magnús Scheving í fararbroddi, og í aðalhlutverki í sjálfum þáttunum, þá hefur fyrirtækið náð þeim árangri að ná til um 500 milljón heimila í yfir 100 löndum og börn um allan heim þekkja í dag persónur þessara íslensk-ættuðu þátta. Tengdar fréttir Turner kaupir Latabæ - Magnús enn við stjórnvölinn Samningar hafa tekist um kaup fjölmiðlarisans Turner Broadcasting á Latabæ, hugarfóstri Magnúsar Scheving. Breska blaðið Guardian segir frá málinu en þar kemur fram að samningurinn sé metinn á fimmtán milljónir punda, eða um 2,7 milljarða íslenskra króna. 8. september 2011 07:14 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Turner Broadcasting System, sem meðal annars rekur sjónvarpsstöðvarnar CNN og Cartoon Network, hefur keypt íslenska framleiðslufyrirtækið Latabæ. Fyrirtækið hyggst tefla Latabæ fram sem sínu helsta trompi á markaði fyrir yngstu áhorfendurna. Latabæjarheimur á netinu og alþjóðleg fata- og leikfangalína, er á meðal þess sem er á teikniborðinu hjá Turner. Í tilkynningu segir að í kaupsamningnum sé kveðið á um að söluandvirði hlutabréfa Magnúsar Scheving og Ragnheiðar Melsteð, konu hans, renni inn sem fjárfesting í nýtt félag Turner og hefur Magnús skrifað undir samning um að starfa sem forstjóri fyrir Turner næstu árin. Rekstur fyrirtækisins verður áfram í höndum núverandi stjórnendateymis Latabæjar. Fyrirtækið ætlar að framleiða nýja þætti af sjónvarpsþáttunum vinsælu og mun framleiðslan fara fram á Íslandi. Fjárfesting Turner nemur ríflega tveimur og hálfum milljarði króna og mun skapa hátt í hundrað ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði auk afleiddra starfa. „Þarna er því um að ræða umtalsverða innspýtingu erlends gjaldeyris inn í íslenska hagkerfið," segir í tilkynningu. Þættirnir um Latabæ hafa verið sýndir í sjónvarpi í yfir hundrað löndum og á tugum tungumála og eru enn í sýningu um allan heim. „Styrkur Turner samsteypunnar mun gera Latabæ kleift að ná að verða eitt helsta vörumerki á sviði barnaefnis í heiminum. Á meðal þess sem Turner ráðgerir að hrinda í framkvæmd á næstu árum, er þróun sérstaks Latabæjarheims á netinu og alþjóðleg fata- og leikfangalína sem byggir á persónum þáttanna." Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar, segist í tilkynningu vera mjög ánægður með að ganga í lið með Turner. „Þeir eru leiðandi fjölmiðlafyrirtæki í heiminum í dag og ég held að sú nálgun og metnaður sem þeir hafa sýnt í sinni starfsemi passi mjög vel við okkar stefnu og þær hugmyndir sem hafa frá upphafi verið grundvöllur Latabæjar. Sannfæring Turner um að það sé hægt að skemmta börnum á uppbyggjandi hátt, rímar ákaflega vel við stefnu Latabæjar. Við hlökkum til að fá tækifæri til að hvetja enn fleiri börn til þess að borða hollt og ástunda heilbrigt líferni." „Fjárfestingin í Latabæ er gríðarlega áhugaverð, bæði hvað stefnumörkun fyrirtækis okkar snertir og möguleikana í sköpun á frábæru efni,“ segir Jeff Kupsky, forseti Turner. „Tækifærið felst ekki síst í því að samnýta hæfileika Magnúsar Scheving og sterka stöðu Turner á sjónvarpsmarkaðnum. Það er á þessum forsendum sem við erum tilbúin að fjárfesta í sókn Latabæjar - en við hyggjumst hefjast strax handa við framleiðslu á nýrri þáttaröð þar sem fylgst er með íbúum Latabæjar. Aðdáendur þáttanna geta treyst því að við munum nálgast þetta mikilvæga verkefni með jafn metnaðarfullum hætti og við umgöngumst önnur sérleyfi sem við höfum yfir að ráða í dag á sviði afþreyingar. Fyrirætlanir okkar fela meðal annars í sér aukna framleiðslu á ýmis konar neytendavörum tengdum þáttunum, sem og aukið framboð af efni tengdum þeim á netinu." Kaupin á Latabæ er fjórða stóra fjárfesting Turner fyrirtækisins á árinu. Fyrirtækið starfrækir net ólíkra sjónvarpsstöðva en á meðal þeirra eru kapalstöðvarnar TNT og CNN. Kaupin fylgja í kjölfar nýlegrar yfirtöku fyrirtækisins á Millenium fjölmiðlasamsteypunni (MMG) og fjárfestingum þess í breska leikjafyrirtækinu TeePee Games og evrópsku netútgáfunni Starlounge.Um TurnerBroadcasting Turner Broadcasting er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar og sendir út nokkrar af vinsælustu frétta- og afþreyingastöðvum í heiminum í dag. Má þar nefna CNN, Cartoon Network, CN Too, Boomerang, Boing, Cartoonito, TCM, TNT og Adult Swim. Turner Broadcasting, sem framleiðir mikið af þekktasta dagskrárefni í heimi, er leiðandi í nýsköpun og miðlar framleiðslu sinni9 í gegnum hinar ýmsu dreifingaleiðir eins og sjónvarp, internetið, farsíma, tölvuleiki og gagnvirkt sjónvarp (VOD). Fyrirtækið sérhæfir sig líka í sölu sérleyfa, birtingum, viðburðum og fylgist með nýjum kynningarleiðum sem eru að ryðja sér rúms með nýrri tækni. Turner Broadcasting er í eigu fyrirtækisins Time Warner.Um LatabæLatibær sérhæfir sig í að stuðla að heilbrigði og velferð barna - á hátt sem þeim þykir skemmtilegur. Í þessu felst mikil sérstaða og með því að sýna ávallt ríka tryggð við þetta markmið þá hefur vörumerki Latabæjar öðlast einstakan trúverðugleika í huga neytenda. Með stofnandann Magnús Scheving í fararbroddi, og í aðalhlutverki í sjálfum þáttunum, þá hefur fyrirtækið náð þeim árangri að ná til um 500 milljón heimila í yfir 100 löndum og börn um allan heim þekkja í dag persónur þessara íslensk-ættuðu þátta.
Tengdar fréttir Turner kaupir Latabæ - Magnús enn við stjórnvölinn Samningar hafa tekist um kaup fjölmiðlarisans Turner Broadcasting á Latabæ, hugarfóstri Magnúsar Scheving. Breska blaðið Guardian segir frá málinu en þar kemur fram að samningurinn sé metinn á fimmtán milljónir punda, eða um 2,7 milljarða íslenskra króna. 8. september 2011 07:14 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Turner kaupir Latabæ - Magnús enn við stjórnvölinn Samningar hafa tekist um kaup fjölmiðlarisans Turner Broadcasting á Latabæ, hugarfóstri Magnúsar Scheving. Breska blaðið Guardian segir frá málinu en þar kemur fram að samningurinn sé metinn á fimmtán milljónir punda, eða um 2,7 milljarða íslenskra króna. 8. september 2011 07:14