Viðskipti innlent

Óska eftir fundi í iðnaðarnefnd vegna Morgunblaðsgreinar

Alþingi.
Alþingi.
Þingmennirnir Tryggvi Þór Herbertsson, Jón Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson, hafa óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd Í tilefni af frétt í Morgunblaðinu í morgun um að fjármálaráðherra hafi ástunda einhverskonar baktjaldamakk í tengslum við Magma-málið svokallaða.

Jafnframt óska þingmennirnir eftir að fá aðgang að þeim gögnum sem rætt er um í fréttinni. Þá teljum Þeir æskilegt að ráðuneytisstjórar, sem voru starfandi á þeim tíma í iðnaðar- og fjármálaráðuneyti, komi einnig fyrir nefndina.

Málið snýst um grein Morgunblaðsins þar sem því er haldið fram að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi beitt áhrifum sínum í ágúst 2009 til þess að ekkert yrði af byggingu álvers Norðuráls í Helguvík.


Tengdar fréttir

Segir Morgunblaðið draga rangar ályktanir af gögnum

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert standa uppi á stjórnvöld á kaupum Magma á HS Orku en þar svaraði hún fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×