Viðskipti innlent

„Hjakkstefna“ ríkisstjórnarinnar lengir kreppuna út áratuginn

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson.
Það stefnir í enn eitt „hjakkár“ ríkisstjórnarinnar að mati Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), samkvæmt grein sem hann skrifar í fréttabréf samtakanna.

Hann óttast að kreppuástandið muni endast út áratuginn, á meðan það sé mögulegt að komast upp úr farinu fyrir 2015. Þá gagnrýnir hann ríkisstjórnina harðlega fyrir misnotuð tækifæri í atvinnulífinu.

Hann segir allt stefna í að ríkisstjórnin láti tækifærin til þess að komast upp úr kreppunni ónotuð. „Ekkert bendir til þess að ríkisstjórnin breyti um kúrs og setji fjárfestingar og aukna atvinnu í fyrirrúm þannig að breyting til batnaðar verði á síðari hluta næsta árs, sem skili öflugum hagvexti á árinu 2013,“ eins og segir í grein Vilhjálms.

Hann segir þessa „hjakkstefnu“ ætla að reyna verulega á innviðum ríkisstjórnarinnar.

Hægt er að lesa grein Vilhjálms hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×