Fleiri fréttir Mikil fjölgun gistinótta í júlí Gistinóttum Íslendinga í júlí fjölgaði um 52 prósent á milli ára og gistinætur útlendinga voru einnig fleiri og jukust þær um þrettán prósent frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar eru í dag. Alls voru gistinætur í júlí 229.100 samanborið við 196.700 nætur í fyrra. Gistinætur útlendinga nema um 88 prósentum af heildarfjöldanum. 2.9.2011 09:47 Ætlar að stefna tuttugu huldufélögum Allt bendir til þess að ríkisskattstjóri muni stefna tuttugu huldufélögum, sem skráð eru í Lúxemborg, fyrir dómstóla hér á landi samkvæmt Fréttatímanum í dag. 2.9.2011 09:26 Eignir duga fyrir öllum forgangskröfum - líka Icesave Eignir þrotabús gamla Landsbankans duga fyrir öllum forgangskröfum á bankann og gott betur samkvæmt nýjasta endurmati á eignasafni þess. Formaður skilanefndar bankans segir þó að það sé stjórnmálamanna að segja til um lyktir Icesave málsins. 1.9.2011 19:00 Icelandair Group fresta skráningu í aðra norræna kauphöll Stjórn Icelandair Group hf. hefur samþykkt að fresta endanlegri ákvörðun um mögulega skráningu félagsins í annarri norrænni Kauphöll þangað til á næsta ári. Þá samþykkti stjórnin eftirfarandi arðgreiðslustefnu: 1.9.2011 18:56 Heildarviðskipti með hlutabréf rúmir tveir milljarðar í ágúst Heildarviðskipti með hlutabréf námu 2061 milljónum í ágúst eða 94 milljónum á dag samkvæmt tilkynningu frá Kauphöllinni. 1.9.2011 17:20 Viðskiptajöfnuður óhagstæður um 58 milljarða Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 58 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 45,8 milljarða króna óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 14,6 milljarðar króna og 15,9 milljarðar á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 88,5 milljarðar króna. 1.9.2011 16:37 Gamli Landsbankinn á fyrir Icesaveskuldinni Áætlaðar endurheimtur þrotabús Landsbankans eru um 13 milljörðum krónum meira en sem nemur heildarfjárhæð forgangskrafna í þrotabúið, miðað við fastsett gengi íslensku krónunnar þann 22. apríl síðastliðinn. Áætlaðar endurheimtur eru 1332 milljarðar króna en forgangskröfur nema 1319 milljörum. Forgangskröfur í bankann eru aðallega Icesave innlánin og heildsöluinnlán. 1.9.2011 16:14 Arion býður óverðtryggð íbúðalán Arion banki hefur ákveðið að bjóða óverðtryggð húsnæðislán og mun bjóða slík lán frá 15. september til 25 eða 40 ára. Lánin eru með föstum vöxtum til fimm ára. Á fimm ára fresti eru vextirnir endurskoðaðir og taka mið af markaðsvöxtum sem í gildi eru á hverjum tíma. Viðskiptavinir geta einnig valið aðra kosti ef þau óverðtryggðu kjör sem þá bjóðast eru óhagstæð. 1.9.2011 16:02 Iceland Express flytur Höfuðstöðvar Iceland Express eru að flytja frá Grímsbæ við Bústaðaveg í stærra húsnæði að Ármúla 7. Starfsfólk félagsins er að flytja í dag og á morgun og má því búast við að þjónusta verði með hægara móti á meðan. Í fréttatilkynningu eru viðskiptavinir beðnir afsökunar á mögulegum óþægindum vegna þessa og þeir boðnir að heimsækja nýjar höfuðstöðvar eftir helgina. 1.9.2011 15:16 Aðalmiðlarasamningi við Sögu sagt upp Saga fjárfestingabanki hefur tilkynnt Lánamálum ríkisins að það geti ekki staðið við samning sem gerður var við fyrirtækið í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Saga fjárfestingabanki var eitt fimm fjármálafyrirtækja sem slikur samningur var gerður við. Lánamál ríkisins hafa því með vísan til 11. gr. samningsins ákveðið að segja honum upp án fyrirvara. Fellur því samningurinn við Saga Fjárfestingarbanka hf. úr gildi frá og með 1. september 2011. 1.9.2011 11:44 Straumur er nýr fjárfestingabanki Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi fjárfestingabankaleyfi. Straumur er nýtt félag með nýtt bankaleyfi. Félagið er í eigu ALMC, en það félag var reist á gamla Straumi-Burðarás og er í eigu kröfuhafa þess. 1.9.2011 10:14 Nýr framkvæmdastjóri Markaða Tryggvi Björn Davíðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaða og hefur hann störf í dag. Það er mikill fengur að fá Tryggva til liðs við Íslandsbanka þar sem hann hefur mikla starfsreynslu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Undanfarin sjö ár hefur Tryggvi unnið hjá Barclays Capital í Lundúnum og meðal annars unnið að frumgreiningu fjárfestingatækifæra. Þá hefur hann síðastliðin 2 ár byggt upp deild innan bankans sem annast skuldabréfafjárfestingar í Evrópu og verið yfirmaður innan hennar. 1.9.2011 09:05 Nýtt fiskveiðiár gengur í garð Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst í dag. Úthlutuð þorskígildi nema í heildina 281.248 tonnum samanborið við um 261 þúsund og 100 þorskígildistonn á sama tíma í fyrra, reiknað á þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð. 1.9.2011 06:57 Íbúðalánasjóður skilaði ríflegum rekstrarafgangi Um 1,5 milljarða afgangur var af rekstri Íbúðalánasjóðs á fyrri helmingi ársins, samkvæmt hálfsársuppgjöri sem samþykkt var í stjórn sjóðsins í dag. Á sama tíma í fyrra var um 1,6 milljarða tap á rekstri sjóðsins. 1.9.2011 00:08 Skilanefnd Kaupþings næst stærst í Circle Oil á eftir líbíska ríkinu Skilanefnd Kaupþings er næst stærsti hluthafinn í olíufyrirtækinu Circle Oil með rúmlega níu prósenta hlut á eftir fjárfestingarsjóði Líbíska ríkisins, en Kaupþing fjárfesti með Líbíumönnum í sjóðnum á sínum tíma. 31.8.2011 18:24 Alheimskreppan stefnir efnahagsbata á Íslandi í voða Efnahagsbatanum á Íslandi er stefnt í voða vegna óróans á alheimsmarkaði, sagði sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í tilefni af því að samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnar Íslands er formlega lokið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að meginmarkmið samstarfsins hafi náðst, að því er fram kemur í frétt Reuters. 31.8.2011 15:19 Lánin færð niður um 144 milljarða Lán heimila höfðu í lok júlí síðasliðin verið færð niður um 143,9 milljarða króna frá bankahruni. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa aflað meðal aðildarfélaga sinna, hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Þar kemur einnig fram að rúmlega 87 þúsund lántakar hafa fengið eða leitað eftir niðurfærslu hjá fjármálafyrirtækjum, Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum á grunni 110% leiðar, sértækrar skuldaaðlögunar og endurútreiknings á gengistryggðum fasteignaveðlánum og bílalánum. 31.8.2011 16:55 Ingvar Helgason og B&L í söluferli Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að annast mögulega sölu á 100% hlut á móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. Fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna lauk fyrr á þessu ári þegar nýir hluthafar komu að þeim. 31.8.2011 15:27 MP kaupir fyrirtækjaráðgjöf Sögu fjárfestingabanka MP banki mun kaupa fyrirtækjaráðgjöf Sögu Fjárfestingarbanka, samkvæmt samkomulagi sem hefur verið gert milli fyrirtækjanna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MP banka. 31.8.2011 14:46 Sparisjóður Svarfdælinga settur í söluferli Níutíu prósenta stofnfjárhlutur ríkisins í Sparisjóði Svarfdælinga hefur verið settur í söluferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verðbréfum hf en fyrirtækið mun sjá um söluna fyrir hönd Bankasýslu ríkisins. 31.8.2011 13:42 Gjaldþrotum fjölgaði um tæplega 100% Gjaldþrotum í júlí fjölgaði um tæplega 98% samanborið við sama mánuði í fyrra. Í júlí síðastliðnum voru 97 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta en þau voru 49 á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru flest gjaldþrot í fasteignaviðskiptum. Fyrstu 7 mánuði ársins er fjöldi gjaldþrota 938 sem er um 55% aukning frá sama tímabili í fyrra þegar 604 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. 31.8.2011 09:12 Þjónustujöfnuður jákvæður um tæpa 16 milljarða Þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi var jákvæður um 15,9 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur á þjónustu á fjórðungnum var 86 milljarðar en innflutningur á þjónustu 70,1 milljarður króna. Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 16,3 milljarðar. Halli á ferðaþjónustu var um 0,8 milljarðar. 31.8.2011 09:05 Landsvirkjun selur skuldabréf fyrir átta milljarða Landsvirkjun undirritaði í gær samning um sölu á skuldabréfum til tíu ára. Fjárhæðin sem um ræðir er 70 milljónir bandaríkjadala eða um átta milljarðar íslenskra króna. Skuldabréfin bera fasta 4,9% vexti sem greiðast tvisvar á ári en höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok lánstímans. 31.8.2011 06:21 Bauhaus íhugar að opna verslun Þýska byggingavöruverslanakeðjan Bauhaus skoðar nú alvarlega að opna verslun á Íslandi. Fyrirtækið hugðist opna verslun hér á landi í lok árs 2008 en frestaði þeim áætlunum um ótiltekinn tíma þegar bankahrunið skall á. 31.8.2011 06:15 Tapa eftir sölu á hlut í Össuri Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 13,4 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta jafngildir 2,2 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaður félagsins 3,3 milljónum evra. 31.8.2011 05:30 Telja endurreisnina hafa verið ódýra Stjórnvöld geta með góðri samvisku fullyrt að aðlögun ríkisfjármála hafi gengið samkvæmt efnahagsáætlun þeirra og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 31.8.2011 04:30 Tollar standa í vegi fyrir kjötinnflutningi Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti. 31.8.2011 04:00 Eimskip skilaði milljarðahagnaði Um 1,2 milljarða króna hagnaður var á rekstri Eimskips eftir skatta á fyrri helmingi ársins, samkvæmt árshlutareikningi. Afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var jákvæð um 3,8 milljarða króna. Heildareignir félagsins í lok júní voru 47,8 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfall 58,7%. Vaxtaberandi skuldir voru 10,9 milljarðar króna, eftir því sem fram kemur í árshlutauppgjörinu. 30.8.2011 13:57 Afgangur af rekstri Strætó Um 8,4 milljóna króna afgangur var af rekstri Strætó á fyrri helmingi þessa ár. Þetta er nokkuð betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Til samanburðar var um 79 milljóna króna afgangur á fyrri helmingi síðasta árs. Eigið fé félagsins hefur aukist um 83 milljónir frá síðustu áramótum, en þá var það í fyrsta sinn jákvætt frá árinu 2004. 30.8.2011 13:13 Þeim fjölgar sem eru í alvarlegum vanskilum Einstaklingum í alvarlegum vanskilum hefur fjölgað um tæp tíu prósent frá áramótum. Á þriðja tug þúsunda var í alvarlegum vanskilum um síðustu mánaðarmót en ungt fólk er einna verst statt. 30.8.2011 12:58 Félagsmálanefnd fundar um óverðtryggð íbúðalán Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis funda í dag um heimild til handa Íbúðalánasjóði að veita óverðtryggð lán. Frumvarp um breytingar á húsnæðislögum var til umfjöllunar síðastliðinn vetur í nefndinni en ekki afgreitt. Fundurinn í dag er haldinn að frumkvæði Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Safmylkingarinnar. Sigríður segist telja það vera mikilvægt að félags- og tryggingamálanefnd afgreiði 2. og 3. grein frumvarpsins nú í haust sem fjalli um óverðtryggð lán enda sé mikilvægt að heimilum bjóðist valkostur við verðtryggð lán hjá sjóðnum sem fyrst. 30.8.2011 12:23 Árleg fjárfesting gæti orðið rúmir 80 milljarðar Nýleg rammaáætlun iðnaðarráðuneytisins um vernd og nýtingu orkuframkvæmda gerir ráð fyrir því að fjárfesting vegna virkjunarframkvæmda á næstu árum geti numið um 4% af landsframleiðslu á næstu árum eða um 84 milljörðum króna á ári á tímabilinu 2013-2019, ef möguleikar sem falla í svokallaða nýtingar- og biðflokka, verða að veruleika. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka. 30.8.2011 10:16 Um 133 milljarða króna afli Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 133 milljörðum króna í fyrra og jókst um 15,2% frá árinu á undan, eða um 11% ef mælt er á föstu verði. Hins vegar var aflinn um 66 þúsund tonnum minna en árið á undan eða um 1063 tonn. 30.8.2011 09:09 Boot Camp flyst til Köben Útibú íslensku æfingastöðvarinnar Boot Camp verður opnað í Kaupmannahöfn 12. september næstkomandi, en þá fá Danir að upplifa alíslenskt æfingakerfi sem byggir á krefjandi líkamsæfingum í góðum félagsskap. 30.8.2011 05:00 Forstjóri FME vill rýmka sektarheimildir Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir þörf á að rýmka sektarheimildir eftirlitsins til að auka varnaráhrif stjórnvaldsaðgerða. Hámarkssekt nú er fimmtíu milljónir króna samanborið við mörg hundruð milljóna sektarheimildir Samkeppniseftirlitsins. 29.8.2011 18:38 Sala áskriftakorta í Borgarleikhúsið framar vonum Borgarleikhúsið hefur enn og aftur sett met í sölu áskriftarkorta. „Sem kunnugt er hefur orðið sprenging í kortasölu Borgarleikhússins síðustu ár og í fyrra voru kortagestir leikhússins komnir yfir 11.000 sem er það mesta í sögu íslensks leikhúss. Þá hafði kortasala rúmlega tuttugufaldast á tveimur árum,“ segir í tilkynningu frá leikhúsinu. 29.8.2011 16:30 Kristinn Zimsen fékk engin lán hjá MP banka Kristinn Zimsen, sem sat í stjórn MP banka á árinu 2009, segist engin lán hafa tekið hjá gamla MP banka, en Fjármálaeftirlitið hefur sektað EA eignarhaldsfélag ehf. vegna lánveitinga bankans til fjögurra stjórnarmanna og tengdra aðila á árinu 2009. 29.8.2011 14:06 Ástand úthafsrækjunar fer versnandi Ástand úthafsrækjustofnsins hefur versnað frá síðasta ári, samkvæmt stofnmælingum í árlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunar í júlímánuði fyrir norðan og austan land. Rækjustofninn mældist enn lítill og hafði veiðistofnsvísitala úthafsrækju lækkað um 15% frá því í fyrra. Stofnunin telur aukna þorskgengd inn á svæðið geta skýrt versnandi ástand rækustofnsins. 29.8.2011 12:25 Vilja að ráðherra kanni hvort jafnræðis hafi verið gætt Hagsmunasamtök heimilanna hafa óskað eftir því að efnahags- og viðskiptaráðuneytið kanni hvort jafnræðis hafi verið gætt í framkvæmd hundrað og tíu prósent lánaleiðréttingar heimila. 29.8.2011 12:20 Borgaði minnsta kosti tíu milljarða fyrir Byr Íslandsbanki greiddi að minnsta kosti tíu milljarða fyrir Byr sparisjóð en hingað til hefur ekki verið upplýst um kaupverðið. Við það bætist svo sú upphæð sem greidd er fyrir hlutafé fjármálaráðuneytisins og slitastjórnar Byrs, en það verður ekki gert fyrr en samþykki eftirlitsaðila liggur fyrir. 29.8.2011 12:17 Færsla fjárveitinga á milli ára heimiluð á Akureyri Bæjarráð Akureyrar hefur heimilað færslu fjárveitinga á milli ára í málaflokkum félagsþjónustu og fræðslu- og uppeldismála. Í tilkynningu frá bænum segir að góður rekstur á síðasta ári gefi svigrúm til að færa rekstrarafgang þessara málaflokka yfir á núverandi fjárhagsár og nema upphæðirnar 12 milljónum króna til fjölskyldu- og búsetudeildar og 10 milljónum króna til skóladeildar. 29.8.2011 11:22 Lánuðu sér meira en lög heimiluðu Fyrrverandi stjórnarmenn í MP banka lánuðu sjálfum sér og tengdum aðilum fimmfalt meira en lög heimiluðu árið 2009. 28.8.2011 18:44 Segist njóta stuðnings Deutche bank til þess að kaupa Iceland Foods Stofnandi Iceland Foods, Malcom Walker, heldur því fram í Sunday Times í dag að hann njóti fjárhagslegs stuðnings Deutche bank til þess að kaupa hlut Landsbankans í Iceland Foods. Walker hefur áður lýst því yfir að hann hafi áhuga á að kaupa keðjuna og þegar lagt fram tilboð upp á einn milljarð punda en því var hafnað. 28.8.2011 15:06 Vafi á rekstrarhæfi Olís Olís kann að eiga í verulegum rekstrarerfiðleikum en Viðskiptablaðið greindi frá því í blaðinu sínu á fimmtudaginn að vafi kunni að leika á rekstrarhæfi félagsins. Helstu ástæður þess eru tæplega tveggja milljarða króna lán félagsins sem féll á gjalddaga í maí 2011. 28.8.2011 12:55 Tæplega þrír milljarðar horfnir úr fjárfestingasjóði Líbíu Um 2,9 milljarða dollara vantar í opinberan fjárfestingarsjóð líbíska ríkisins, eða jafnvirði um 330 milljarða króna. 28.8.2011 10:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mikil fjölgun gistinótta í júlí Gistinóttum Íslendinga í júlí fjölgaði um 52 prósent á milli ára og gistinætur útlendinga voru einnig fleiri og jukust þær um þrettán prósent frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar eru í dag. Alls voru gistinætur í júlí 229.100 samanborið við 196.700 nætur í fyrra. Gistinætur útlendinga nema um 88 prósentum af heildarfjöldanum. 2.9.2011 09:47
Ætlar að stefna tuttugu huldufélögum Allt bendir til þess að ríkisskattstjóri muni stefna tuttugu huldufélögum, sem skráð eru í Lúxemborg, fyrir dómstóla hér á landi samkvæmt Fréttatímanum í dag. 2.9.2011 09:26
Eignir duga fyrir öllum forgangskröfum - líka Icesave Eignir þrotabús gamla Landsbankans duga fyrir öllum forgangskröfum á bankann og gott betur samkvæmt nýjasta endurmati á eignasafni þess. Formaður skilanefndar bankans segir þó að það sé stjórnmálamanna að segja til um lyktir Icesave málsins. 1.9.2011 19:00
Icelandair Group fresta skráningu í aðra norræna kauphöll Stjórn Icelandair Group hf. hefur samþykkt að fresta endanlegri ákvörðun um mögulega skráningu félagsins í annarri norrænni Kauphöll þangað til á næsta ári. Þá samþykkti stjórnin eftirfarandi arðgreiðslustefnu: 1.9.2011 18:56
Heildarviðskipti með hlutabréf rúmir tveir milljarðar í ágúst Heildarviðskipti með hlutabréf námu 2061 milljónum í ágúst eða 94 milljónum á dag samkvæmt tilkynningu frá Kauphöllinni. 1.9.2011 17:20
Viðskiptajöfnuður óhagstæður um 58 milljarða Viðskiptajöfnuður mældist óhagstæður um 58 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 45,8 milljarða króna óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 14,6 milljarðar króna og 15,9 milljarðar á þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 88,5 milljarðar króna. 1.9.2011 16:37
Gamli Landsbankinn á fyrir Icesaveskuldinni Áætlaðar endurheimtur þrotabús Landsbankans eru um 13 milljörðum krónum meira en sem nemur heildarfjárhæð forgangskrafna í þrotabúið, miðað við fastsett gengi íslensku krónunnar þann 22. apríl síðastliðinn. Áætlaðar endurheimtur eru 1332 milljarðar króna en forgangskröfur nema 1319 milljörum. Forgangskröfur í bankann eru aðallega Icesave innlánin og heildsöluinnlán. 1.9.2011 16:14
Arion býður óverðtryggð íbúðalán Arion banki hefur ákveðið að bjóða óverðtryggð húsnæðislán og mun bjóða slík lán frá 15. september til 25 eða 40 ára. Lánin eru með föstum vöxtum til fimm ára. Á fimm ára fresti eru vextirnir endurskoðaðir og taka mið af markaðsvöxtum sem í gildi eru á hverjum tíma. Viðskiptavinir geta einnig valið aðra kosti ef þau óverðtryggðu kjör sem þá bjóðast eru óhagstæð. 1.9.2011 16:02
Iceland Express flytur Höfuðstöðvar Iceland Express eru að flytja frá Grímsbæ við Bústaðaveg í stærra húsnæði að Ármúla 7. Starfsfólk félagsins er að flytja í dag og á morgun og má því búast við að þjónusta verði með hægara móti á meðan. Í fréttatilkynningu eru viðskiptavinir beðnir afsökunar á mögulegum óþægindum vegna þessa og þeir boðnir að heimsækja nýjar höfuðstöðvar eftir helgina. 1.9.2011 15:16
Aðalmiðlarasamningi við Sögu sagt upp Saga fjárfestingabanki hefur tilkynnt Lánamálum ríkisins að það geti ekki staðið við samning sem gerður var við fyrirtækið í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Saga fjárfestingabanki var eitt fimm fjármálafyrirtækja sem slikur samningur var gerður við. Lánamál ríkisins hafa því með vísan til 11. gr. samningsins ákveðið að segja honum upp án fyrirvara. Fellur því samningurinn við Saga Fjárfestingarbanka hf. úr gildi frá og með 1. september 2011. 1.9.2011 11:44
Straumur er nýr fjárfestingabanki Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumi fjárfestingabankaleyfi. Straumur er nýtt félag með nýtt bankaleyfi. Félagið er í eigu ALMC, en það félag var reist á gamla Straumi-Burðarás og er í eigu kröfuhafa þess. 1.9.2011 10:14
Nýr framkvæmdastjóri Markaða Tryggvi Björn Davíðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Markaða og hefur hann störf í dag. Það er mikill fengur að fá Tryggva til liðs við Íslandsbanka þar sem hann hefur mikla starfsreynslu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Undanfarin sjö ár hefur Tryggvi unnið hjá Barclays Capital í Lundúnum og meðal annars unnið að frumgreiningu fjárfestingatækifæra. Þá hefur hann síðastliðin 2 ár byggt upp deild innan bankans sem annast skuldabréfafjárfestingar í Evrópu og verið yfirmaður innan hennar. 1.9.2011 09:05
Nýtt fiskveiðiár gengur í garð Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir nýtt fiskveiðiár sem hefst í dag. Úthlutuð þorskígildi nema í heildina 281.248 tonnum samanborið við um 261 þúsund og 100 þorskígildistonn á sama tíma í fyrra, reiknað á þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð. 1.9.2011 06:57
Íbúðalánasjóður skilaði ríflegum rekstrarafgangi Um 1,5 milljarða afgangur var af rekstri Íbúðalánasjóðs á fyrri helmingi ársins, samkvæmt hálfsársuppgjöri sem samþykkt var í stjórn sjóðsins í dag. Á sama tíma í fyrra var um 1,6 milljarða tap á rekstri sjóðsins. 1.9.2011 00:08
Skilanefnd Kaupþings næst stærst í Circle Oil á eftir líbíska ríkinu Skilanefnd Kaupþings er næst stærsti hluthafinn í olíufyrirtækinu Circle Oil með rúmlega níu prósenta hlut á eftir fjárfestingarsjóði Líbíska ríkisins, en Kaupþing fjárfesti með Líbíumönnum í sjóðnum á sínum tíma. 31.8.2011 18:24
Alheimskreppan stefnir efnahagsbata á Íslandi í voða Efnahagsbatanum á Íslandi er stefnt í voða vegna óróans á alheimsmarkaði, sagði sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í tilefni af því að samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnar Íslands er formlega lokið. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að meginmarkmið samstarfsins hafi náðst, að því er fram kemur í frétt Reuters. 31.8.2011 15:19
Lánin færð niður um 144 milljarða Lán heimila höfðu í lok júlí síðasliðin verið færð niður um 143,9 milljarða króna frá bankahruni. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa aflað meðal aðildarfélaga sinna, hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. Þar kemur einnig fram að rúmlega 87 þúsund lántakar hafa fengið eða leitað eftir niðurfærslu hjá fjármálafyrirtækjum, Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum á grunni 110% leiðar, sértækrar skuldaaðlögunar og endurútreiknings á gengistryggðum fasteignaveðlánum og bílalánum. 31.8.2011 16:55
Ingvar Helgason og B&L í söluferli Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falið að annast mögulega sölu á 100% hlut á móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. Fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna lauk fyrr á þessu ári þegar nýir hluthafar komu að þeim. 31.8.2011 15:27
MP kaupir fyrirtækjaráðgjöf Sögu fjárfestingabanka MP banki mun kaupa fyrirtækjaráðgjöf Sögu Fjárfestingarbanka, samkvæmt samkomulagi sem hefur verið gert milli fyrirtækjanna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MP banka. 31.8.2011 14:46
Sparisjóður Svarfdælinga settur í söluferli Níutíu prósenta stofnfjárhlutur ríkisins í Sparisjóði Svarfdælinga hefur verið settur í söluferli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verðbréfum hf en fyrirtækið mun sjá um söluna fyrir hönd Bankasýslu ríkisins. 31.8.2011 13:42
Gjaldþrotum fjölgaði um tæplega 100% Gjaldþrotum í júlí fjölgaði um tæplega 98% samanborið við sama mánuði í fyrra. Í júlí síðastliðnum voru 97 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta en þau voru 49 á sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru flest gjaldþrot í fasteignaviðskiptum. Fyrstu 7 mánuði ársins er fjöldi gjaldþrota 938 sem er um 55% aukning frá sama tímabili í fyrra þegar 604 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. 31.8.2011 09:12
Þjónustujöfnuður jákvæður um tæpa 16 milljarða Þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi var jákvæður um 15,9 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur á þjónustu á fjórðungnum var 86 milljarðar en innflutningur á þjónustu 70,1 milljarður króna. Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 16,3 milljarðar. Halli á ferðaþjónustu var um 0,8 milljarðar. 31.8.2011 09:05
Landsvirkjun selur skuldabréf fyrir átta milljarða Landsvirkjun undirritaði í gær samning um sölu á skuldabréfum til tíu ára. Fjárhæðin sem um ræðir er 70 milljónir bandaríkjadala eða um átta milljarðar íslenskra króna. Skuldabréfin bera fasta 4,9% vexti sem greiðast tvisvar á ári en höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok lánstímans. 31.8.2011 06:21
Bauhaus íhugar að opna verslun Þýska byggingavöruverslanakeðjan Bauhaus skoðar nú alvarlega að opna verslun á Íslandi. Fyrirtækið hugðist opna verslun hér á landi í lok árs 2008 en frestaði þeim áætlunum um ótiltekinn tíma þegar bankahrunið skall á. 31.8.2011 06:15
Tapa eftir sölu á hlut í Össuri Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 13,4 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta jafngildir 2,2 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaður félagsins 3,3 milljónum evra. 31.8.2011 05:30
Telja endurreisnina hafa verið ódýra Stjórnvöld geta með góðri samvisku fullyrt að aðlögun ríkisfjármála hafi gengið samkvæmt efnahagsáætlun þeirra og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 31.8.2011 04:30
Tollar standa í vegi fyrir kjötinnflutningi Hvers konar tollar takmarka innflutning á kjöti? Fréttir af kjötskorti í verslunum hafa reglulega birst í fjölmiðlum í sumar. Í gær sagði Fréttablaðið svo frá veitingastöðum sem hafa þurft að taka rétti af matseðlum sínum vegna lítillar innlendrar framleiðslu og hárra tolla á innfluttu kjöti. 31.8.2011 04:00
Eimskip skilaði milljarðahagnaði Um 1,2 milljarða króna hagnaður var á rekstri Eimskips eftir skatta á fyrri helmingi ársins, samkvæmt árshlutareikningi. Afkoman fyrir fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var jákvæð um 3,8 milljarða króna. Heildareignir félagsins í lok júní voru 47,8 milljarðar króna og var eiginfjárhlutfall 58,7%. Vaxtaberandi skuldir voru 10,9 milljarðar króna, eftir því sem fram kemur í árshlutauppgjörinu. 30.8.2011 13:57
Afgangur af rekstri Strætó Um 8,4 milljóna króna afgangur var af rekstri Strætó á fyrri helmingi þessa ár. Þetta er nokkuð betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Til samanburðar var um 79 milljóna króna afgangur á fyrri helmingi síðasta árs. Eigið fé félagsins hefur aukist um 83 milljónir frá síðustu áramótum, en þá var það í fyrsta sinn jákvætt frá árinu 2004. 30.8.2011 13:13
Þeim fjölgar sem eru í alvarlegum vanskilum Einstaklingum í alvarlegum vanskilum hefur fjölgað um tæp tíu prósent frá áramótum. Á þriðja tug þúsunda var í alvarlegum vanskilum um síðustu mánaðarmót en ungt fólk er einna verst statt. 30.8.2011 12:58
Félagsmálanefnd fundar um óverðtryggð íbúðalán Félags- og tryggingamálanefnd Alþingis funda í dag um heimild til handa Íbúðalánasjóði að veita óverðtryggð lán. Frumvarp um breytingar á húsnæðislögum var til umfjöllunar síðastliðinn vetur í nefndinni en ekki afgreitt. Fundurinn í dag er haldinn að frumkvæði Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Safmylkingarinnar. Sigríður segist telja það vera mikilvægt að félags- og tryggingamálanefnd afgreiði 2. og 3. grein frumvarpsins nú í haust sem fjalli um óverðtryggð lán enda sé mikilvægt að heimilum bjóðist valkostur við verðtryggð lán hjá sjóðnum sem fyrst. 30.8.2011 12:23
Árleg fjárfesting gæti orðið rúmir 80 milljarðar Nýleg rammaáætlun iðnaðarráðuneytisins um vernd og nýtingu orkuframkvæmda gerir ráð fyrir því að fjárfesting vegna virkjunarframkvæmda á næstu árum geti numið um 4% af landsframleiðslu á næstu árum eða um 84 milljörðum króna á ári á tímabilinu 2013-2019, ef möguleikar sem falla í svokallaða nýtingar- og biðflokka, verða að veruleika. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka. 30.8.2011 10:16
Um 133 milljarða króna afli Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 133 milljörðum króna í fyrra og jókst um 15,2% frá árinu á undan, eða um 11% ef mælt er á föstu verði. Hins vegar var aflinn um 66 þúsund tonnum minna en árið á undan eða um 1063 tonn. 30.8.2011 09:09
Boot Camp flyst til Köben Útibú íslensku æfingastöðvarinnar Boot Camp verður opnað í Kaupmannahöfn 12. september næstkomandi, en þá fá Danir að upplifa alíslenskt æfingakerfi sem byggir á krefjandi líkamsæfingum í góðum félagsskap. 30.8.2011 05:00
Forstjóri FME vill rýmka sektarheimildir Forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir þörf á að rýmka sektarheimildir eftirlitsins til að auka varnaráhrif stjórnvaldsaðgerða. Hámarkssekt nú er fimmtíu milljónir króna samanborið við mörg hundruð milljóna sektarheimildir Samkeppniseftirlitsins. 29.8.2011 18:38
Sala áskriftakorta í Borgarleikhúsið framar vonum Borgarleikhúsið hefur enn og aftur sett met í sölu áskriftarkorta. „Sem kunnugt er hefur orðið sprenging í kortasölu Borgarleikhússins síðustu ár og í fyrra voru kortagestir leikhússins komnir yfir 11.000 sem er það mesta í sögu íslensks leikhúss. Þá hafði kortasala rúmlega tuttugufaldast á tveimur árum,“ segir í tilkynningu frá leikhúsinu. 29.8.2011 16:30
Kristinn Zimsen fékk engin lán hjá MP banka Kristinn Zimsen, sem sat í stjórn MP banka á árinu 2009, segist engin lán hafa tekið hjá gamla MP banka, en Fjármálaeftirlitið hefur sektað EA eignarhaldsfélag ehf. vegna lánveitinga bankans til fjögurra stjórnarmanna og tengdra aðila á árinu 2009. 29.8.2011 14:06
Ástand úthafsrækjunar fer versnandi Ástand úthafsrækjustofnsins hefur versnað frá síðasta ári, samkvæmt stofnmælingum í árlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunar í júlímánuði fyrir norðan og austan land. Rækjustofninn mældist enn lítill og hafði veiðistofnsvísitala úthafsrækju lækkað um 15% frá því í fyrra. Stofnunin telur aukna þorskgengd inn á svæðið geta skýrt versnandi ástand rækustofnsins. 29.8.2011 12:25
Vilja að ráðherra kanni hvort jafnræðis hafi verið gætt Hagsmunasamtök heimilanna hafa óskað eftir því að efnahags- og viðskiptaráðuneytið kanni hvort jafnræðis hafi verið gætt í framkvæmd hundrað og tíu prósent lánaleiðréttingar heimila. 29.8.2011 12:20
Borgaði minnsta kosti tíu milljarða fyrir Byr Íslandsbanki greiddi að minnsta kosti tíu milljarða fyrir Byr sparisjóð en hingað til hefur ekki verið upplýst um kaupverðið. Við það bætist svo sú upphæð sem greidd er fyrir hlutafé fjármálaráðuneytisins og slitastjórnar Byrs, en það verður ekki gert fyrr en samþykki eftirlitsaðila liggur fyrir. 29.8.2011 12:17
Færsla fjárveitinga á milli ára heimiluð á Akureyri Bæjarráð Akureyrar hefur heimilað færslu fjárveitinga á milli ára í málaflokkum félagsþjónustu og fræðslu- og uppeldismála. Í tilkynningu frá bænum segir að góður rekstur á síðasta ári gefi svigrúm til að færa rekstrarafgang þessara málaflokka yfir á núverandi fjárhagsár og nema upphæðirnar 12 milljónum króna til fjölskyldu- og búsetudeildar og 10 milljónum króna til skóladeildar. 29.8.2011 11:22
Lánuðu sér meira en lög heimiluðu Fyrrverandi stjórnarmenn í MP banka lánuðu sjálfum sér og tengdum aðilum fimmfalt meira en lög heimiluðu árið 2009. 28.8.2011 18:44
Segist njóta stuðnings Deutche bank til þess að kaupa Iceland Foods Stofnandi Iceland Foods, Malcom Walker, heldur því fram í Sunday Times í dag að hann njóti fjárhagslegs stuðnings Deutche bank til þess að kaupa hlut Landsbankans í Iceland Foods. Walker hefur áður lýst því yfir að hann hafi áhuga á að kaupa keðjuna og þegar lagt fram tilboð upp á einn milljarð punda en því var hafnað. 28.8.2011 15:06
Vafi á rekstrarhæfi Olís Olís kann að eiga í verulegum rekstrarerfiðleikum en Viðskiptablaðið greindi frá því í blaðinu sínu á fimmtudaginn að vafi kunni að leika á rekstrarhæfi félagsins. Helstu ástæður þess eru tæplega tveggja milljarða króna lán félagsins sem féll á gjalddaga í maí 2011. 28.8.2011 12:55
Tæplega þrír milljarðar horfnir úr fjárfestingasjóði Líbíu Um 2,9 milljarða dollara vantar í opinberan fjárfestingarsjóð líbíska ríkisins, eða jafnvirði um 330 milljarða króna. 28.8.2011 10:01