Viðskipti innlent

Landsframleiðsla dróst saman

Landsframleiðsla dróst saman að raungildi um 4 prósent, samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2010. Þetta er verulega minni samdráttur en árið 2009 þegar hann nam 6,7 prósent, segir á vef Hagstofunnar.

Að árinu 2009 undanskildu er samdráttur landsframleiðslu á árinu 2010 sá mesti sem mælst hefur frá árinu 1968, en þá nam hann 5,5 prósent. Landsframleiðsla á liðnu ári varð svipuð að raungildi og landsframleiðsla ársins 2005.

„Samdráttur þjóðarútgjalda á árinu 2010 varð nokkru minni en samdráttur landsframleiðslu, eða 2,7%. Samdráttur varð í öllum þáttum þjóðarútgjalda, einkaneysla dróst saman um 0,4%, samneysla um 3,4% og fjárfesting um 8%. Aftur á móti jókst útflutningur um 0,4% og innflutningur um 4%. Þrátt fyrir þessa þróun er verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2010, eða 154 milljarðar króna,“ segir á vef Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×