Viðskipti innlent

Norrænir seðlabankar á fullu í aðgerðum, SÍ gerir ekkert

Norrænir seðlabankar hafa verið á fullu í morgun við að dæla fé í banka sína og fjármálastofnanir. Hér heima gerir Seðlabanki Íslands ekkert til að létta undir með markaðinum.

Sænski seðlabankinn tilkynnti í morgun að hann myndi setja um 2.200 milljarða kr., það er 140 milljarða sænskra kr. á markaðinn í vikunni. Þetta kemur til viðbótar tæplega 1.000 milljarða kr. innspýtingu bankans sem tilkynnt var fyrir helgi.

Norski seðlabankinn tilkynnti í morgun úm sérstaka neyðaraðstoð við smærri banka í landinu. Er hún í formi þess að útvíkka veðin sem bankarnir geta sett fyrir lánum úr seðlabankanum.

Danski seðlabankinn er aðili að björgunarpakka upp á 700 milljarða kr. eða 35 milljarða danskra kr., sem samþykktur var í gærkvöldi.

Hér heima hefur Seðlabankinn ekkert gert ennþá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×