Viðskipti innlent

Stöðvar viðskipti með bréf sex fjármálastofnana

MYND/GVA

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með bréf allra stóru bankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbanka og einnig Exista, Straums og SPRON.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Kauphallarinnar. Þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að vernda jafnræði fjárfesta á meðan beðið er eftir tilkynningu. Fyrr í morgun barst tilkynning um það að Kauphöllin hefði sett bréf þessara sex félaga á athugunarlista vegna umtalsverðrar óvissu varðandi verðmyndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 10,6 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og er það mesta fall dagsins.

Á eftir fylgir gengi Færeyjabanka, sem féll um 5,46 prósent. Bakkavör um 4,6 prósent, Marel um 2,95 prósent, Össur um 1,82 prósent, Icelandair um 1,18 prósent, Eimskip um 1,02 prósent og Alfesca um 0,48 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,56 prósent í byrjun dagsins og stendur hún í 3.078 stigum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×