Viðskipti innlent

Engar ákvarðanir um eignasölu hjá Kaupþingi

Kaupþing hefur sem stendur ekki tekið neinar ákvarðanir um sölu á erlendum eignum sínum.

Jónas Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Kaupþings segir að Kaupþing hafi þegar selt töluvert af eignum sínum í ár og nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi bankinn selt um helminginn af fjármálapakka sínum í London.

"Við erum alltaf með ýmsa möguleika til skoðunnar og við ætlum að tryggja það að bankinn hafi ætíð nægt lausafé til staðar," segir Jónas.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×