Viðskipti innlent

Sigurður Einarsson: Ríkisvæðing Glitnis afdrifarík mistök

Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Kastljósi í kvöld að dýpt efnhagslægðarinnar sem nú ríður yfir landið sé ekki eingöngu vegna ytri aðstæðna.

Hann sagði að séríslenskar aðstæður og mistök sem hér hafa verið gerð hafi gert það að verkum að hér sé kreppan alvarlegri en víða annars staðar.

Sigurður nefndi sérstaklega aðkomu yfirvalda að málefnum Glitnis sem afdrifarík mistök sem hleypt hafi af stað atburðarrás sem ekki sér enn fyrir endan á.

Þegar talið barst að ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er kominn sagði Sigurður að margir hefðu gert mistök. Ekki bara bankarnir. Hann nefndi til að mynda seðlabankann og ríkisstjórnina.

Hann sagði þó ekki hafa mikið upp á sig að líta um öxl.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×