Viðskipti innlent

Upplýsingafulltrúi Glitnis sleit viðtali við norskan sjónvarpsmann

Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis.
Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis.

Már Másson, forstöðumaður samskiptasviðs Glitnis, stöðvaði viðtal sem hann var í við norska ríkissjónvarpið þegar fréttamaður spurði hann út í kaupréttarsamninga sem stjórnendur bankans hafa grætt á undanfarin ár.

Ítarleg frétt um íslenska efnahagsvandann var sýnd í norska sjónvarpinu í gærkvöld. Fréttamaður NRK spurði Má meðal annars út í ábyrgð stjórnenda nú þegar ríkið hefur neyðst til þess að koma bankanum til bjargar.

Már sagðist ekki vilja svara spurningum um kauprétti. Þegar fréttamaðurinn gekk á Má og spurði hann frekar út í málið kaus hann að slíta viðtalinu.

Frétt NRK um erfiðleikana í íslensku efnahagslífi má sjá hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×