Viðskipti innlent

Óljóst hvort viðskipti verða með bréf bankanna í dag

Ekki liggur fyrir hvort opnað verður fyrir viðskipti með bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum í Kauphöllinni í dag, eftir að lokað var fyrir viðskipti með bréf í Landsbankanum, Kaupþingi, Glitni, Straumi-Burðarási, Spron og Existu í gær.

Það skýrist væntanlega þegar líður á morguninn, en fulltrúar Fjármálaeftirlitsins höfðu samband við forráðamenn flestra eða allra þessara fyrirtækja í nótt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×