Viðskipti innlent

Nordea gæti haft áhuga á að kaupa eignir af Kaupþingi

Nordea gæti haft áhuga á því að kaupa eignir af Kaupþingi á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram á vefsíðunni E24.no í dag.

Þetta staðfestir John Ekwall forstöðumaður samskiptasviðs Nordea í samtali við vefsíðuna.

"Í tengslum við það að við keyptum eignir af Roskilde Bank í síðustu viku kom fram hjá okkur að við hefðu áhuga á öðrum eignum á Norðurlöndunum ef það fellur að framtíðaráformum okkar," segir Ekwall. "Við horfum á það sem kemur á markaðinn og greinum hvernig það passar inn í dæmið."

Þess má geta hér að finnska tryggingarfélagið og bankinn Sampo á rétt tæp 20% í Nordea.  Exista á svo aftur 20% í Sampo og er jafnframt stærsti hluthafinn í Kaupþing með rúm 24%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×