Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið bannar skortsölu

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að óheimilt sé að skortselja hlutabréf Glitnis, Kaupþings, Landsbankans, Straums, Spron og Exista.

Um er að ræða bréf sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði á Íslandi, nema seljandi hafi bréfin í sinni vörslu þegar sölutilboð er lagt fram, enda tilkynni viðkomandi án tafar um viðskiptin til Fjármálaeftirlitsins.

Bannið tekur einnig til allra annarra fjármálagerninga sem hafa sama tilgang og sömu efnahagslegu áhættu og skortsala tilgreindra hlutabréfa og til skortsölu á öðrum fjármálagerningum þar sem verðmæti þeirra ræðst af verði hlutabréfa tilgreindra útgefenda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×