Viðskipti innlent

Hið opinbera hefur ekki leitað til Landsbankans

Í frumvarpi forsætisráðherra sem nú er verið að ræða á Alþingi er mælt fyrir heimildum opinberra stofnana og ríkissjóðs gagnvart fjármálafyrirtækjum. Samkvæmt heimildum Vísis innan Landsbankans hefur ekki verið leitað til bankans af hálfu þessara stofnana og því getur bankinn ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

Bankastjórar Landsbankans eru að fara yfir málið og samkvæmt upplýsingum frá bankanum er ekki von á að þeir tjái sig um málið í kvöld.

Forsætisráðherra sagði fyrr í dag að bankarnir muni opna á morgun og allar inneignir almennings í íslenskum bönkum á Íslandi séu tryggðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×