Viðskipti innlent

Segja Ísland verða Mekka fyrir jólainnkaupin í ár

Hið lága gengi krónunnar gæti leitt til þess að Ísland verði Mekka fyrir jólainnkaupin í ár hjá Norðurlandabúum og Bretum.

Í umfjöllun um málið í danska blaðinu Jyllands-Posten segir að Danir, Norðmenn, Svíar og Englendingar fái nú talsvert margar krónur þegar þeir skipta gjaldmiðli sínum. Í október í fyrra var evran á 90 kr. í dag er hún á 160 kr.

Blaðið segir að í miðju þunglyndinu yfir fjármálakreppunni og fallandi gengi geti Íslendingar vonað að jólaverslunin hjá þeim í ár muni ganga vel.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×