Viðskipti innlent

Kaupþing stöðvar innlausnir úr sínum sjóðum

Kaupþings hefur eins og hinir bankarnir ákveðið að frestað innlausnum í sjóðum bankans tímabundið. Ástæðan er ströðvun viðskipti með alla fjármálagerninga útgefnum af Glitni, Kaupþingi, Landsbankann, Exista, Straum og SPRON en sjóðir Kaupþings innihalda fjármálagerninga þessara félaga.

Sjóðirnir sem um ræðir eru þessir: Kaupþing Peningamarkaðssjóður, Kaupþing Skammtímasjóður, Kaupþing Hávaxtasjóður, Kaupthing Liquidity Fund EUR, Kaupthing Liquidity Fund USD, Kaupthing Liquidity Fund GBP, Kaupþing Heildarvísitölusjóður, Kaupþing Úrvalsvísitölusjóður, Kaupþing ÍS-15, Kaupþing ÍS-5 (fagfjárfestasjóður), ICEQ verðbréfasjóður, Kaupþing Skuldabréf stutt, Kaupþing Skuldabréf millilöng, Kaupþing Skuldabréf löng, Kaupþing Erlend Skuldabréf, Kaupthing Scandinavian Fund, Kaupþing Verðbréfaval 1-5, Kaupþing Eignastýringarsjóður og Kaupþing Samval

Áfram verður tekið við pöntunum viðskiptavina, en þær ekki afgreiddar fyrr en viðskipti hefjist að nýju með fjármálagerninga félaganna.

Jafnframt hefur stjórn Kaupthing Investment Funds ákveðið að fresta viðskiptum með hlutdeildarskírteini Kaupthing Investment Funds - Icelandic Equity.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×