Viðskipti innlent

Landsbankinn stöðvar öll viðskipti með sjóði sína

Landsbankinn hefur ákveðið að stöðva tímabundið öll viðskipti með sjóði sína.

Á vefsíðu bankans segir: "Í ljósi ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) um að stöðva tímabundið fyrir viðskipti með alla fjármálagerninga útgefna af Glitni, Kaupþingi, Landsbanka, Exista, Straumi og SPRON hefur stjórn Landsvaka hf. ákveðið að fresta tímabundið viðskiptum með alla sjóði sem eiga fjármálagerninga útgefna af framangreindum aðilum.

Ákvörðunin er tekin með hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina að leiðarljósi.

Um eftirfarandi sjóði er að ræða: Peningabréf ISK, Peningabréf EUR, Peningabréf USD, Peningabréf GBP, Peningabréf DKK, Fyrirtækjabréf Landsbankans, Markaðsbréf Landsbankans - stutt/meðallöng/löng, Safnbréf - varfærin/blönduð/framsækin, Vísitölubréf Landsbankans og Úrvalsbréf Landsbankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×