Viðskipti innlent

FME hefur ekki haft samband við Kaupþing

Fjármálaeftirlitið hefur ekki verið í sambandi við Kaupþing vegna mögulegra inngripa í starfsemi Kaupþings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Jafnframt staðfestir Kaupþing að Seðlabanki Íslands hafi veitt bankanum lán að fjárhæð 500 milljónir evra og að Kaupþing muni vinna með stjórnvöldum og gera allt sem í þess valdi er til að tryggja eðlilegt gangverk fjármálakerfisins á Íslandi.

 

Tilkynningin kemur í kjölfar róttækrar lagasetningar Ríkisstjórnar Íslands í gærkvöldi sem leyfir Fjármálaeftirlitinu (FME) að grípa inn í rekstur íslenskra fjármálafyrirtækja.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×