Viðskipti innlent

Sænskir bankar upplýsa um litla áhættu sína á Íslandi

Tveir sænskir bankar, Carnegie og Handelsbanken hafa séð ástæðu til að upplýsa markaðinn um áhættu sína fjárfestingum á Íslandi.

Handelsbanken segir að áhætta hans nemi um 60 milljónum sænskra króna eða nær milljarði kr. samkvæmt opinberu gengi Seðlabankans. Í tilkynningu frá bankanum segir að staða íslensku bankana hafi tiltölulega lítil áhrif á stöðu bankans.

Carnegie segir að bankinn hafi veitt lán til hlutabréfakaupa upp á 40 milljónir sænskra kr, eða um 640 milljónir kr. Það lán sé hinsvegar tryggt með ríkisskuldabréfum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×