Viðskipti innlent

Danske Bank þarf að afskrifa 2 milljarða kr. á Íslandi

Danske Bank bætist nú í hóp þeirra norrænu banka sem byrjaðir eru að upplýsa um áhættu sína af lánum og skuldbindingum á Íslandi. Danske Bank segir að hann þurfi að afskrifa um 100 milljónir danskra kr. eða rúma 2 milljarða kr. á Íslandi.

"Þetta er ekkert sem þarf að ræða nánar. Við erum að tala um tap upp á hátt í 100 milljónir kr.," segir Jonas Torp fjölmiðlafulltrúi Danske Bank í samtali við Börsen.

Tveir sænskir bankar hafa einnig upplýst um áhættu sína á Íslandi eins og fram kemur hér á visir.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×