Viðskipti innlent

Fjárfestar sækja í öryggi ríkistryggðra bréfa

Mikill áhugi var fyrir innistæðubréfum þeim sem Seðlabankinn bauð út á föstudaginn var. Samþykkt voru tilboð upp á rúmlega 84 milljarða kr. Greinilegt er að fjárfestar sækja nú í öryggi ríkistryggðra bréfa.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar kemur fram að óskað var tilboða í flokk innstæðubréfa SI 029 0325. Útistandandi í þeim flokki var 65,8 milljarðar kr. og samþykkt tilboð námu 84,2 milljörðum kr. Stærð flokksins eftir útboðið er því 150 milljarðar kr.

„Mikil spurn var eftir bréfunum, bæði frá innlendum og erlendum fjárfestum sem er skýr vísbending um aukna sókn fjárfesta í ríkistryggðar eignir," segir í Morgunkorninu . „Niðurstaða útboðs innstæðubréfa er í takti við þróun á innlendum mörkuðum í síðustu viku enda mikil spurn eftir öllum eignum með ríkisábyrgð."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×