Fleiri fréttir Samþykkt að taka bréf Flögu og Icelandic Group úr viðskiptum Kauphöll Íslands hefur samþykkt að taka hlutabréf Flögu Group hf. og Icelandic Group hf. úr viðskiptum, samkvæmt beiðnum félaganna. Hlutabréf Flögu verða tekin úr viðskiptum eftir lokun þann 12. júní. Hlutabréf í Icelandic Group verða tekin úr viðskiptum þann 16. júní. 16.5.2008 16:12 Bakkavör leiddi hækkanalestina Gengi hlutabréfa í Bakkavör leiddi hækkanahrinu í Kauphöllinni í dag þegar það rauk upp um tæp tíu prósent. Gengi annarra félaga hækkaði nokkuð á síðasta viðskiptadegi vikunnar en einungis þrjú féllu. 16.5.2008 15:33 Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Sigurður Jónsson mun láta af störfum framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu hinn 1. júní næstkomandi og taki að sér önnur verkefni fyrir atvinnurekendur. 16.5.2008 14:30 Annar veruleiki við upphaf viðskipta Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 2,5 prósent þegar viðskipti hófust á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengið hafði rokið upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 1,56 dölum á hlut. Fyrir opnun viðskipta fór gengið í tvo dali á hlut. 16.5.2008 13:57 Krónan hefur hækkað um 4,55% Gengi krónunnar hefur hækkað um 4,55% í dag og íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,75%. 16.5.2008 13:48 Traustsyfirlýsing við íslenskt efnahagslíf Í samningum sem Seðlabanki Íslands gerði við seðlabanka í Danmörku, Svíðþjóð og Noregi felst traustsyfirlýsing og skilningur á því að íslenska hagkerfið sé miklu sterkara en svartsýnustu menn töluðu um. 16.5.2008 13:24 Gengi DeCode hækkar um 25 prósent Gengi bréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, rauk upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum fyrir opnun hlutabréfamarkaðar í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur í sléttum tveimur dölum á hlut og hefur hækkað um 78,5 prósent síðan 17. apríl síðastliðinn en þá fór það í lægsta gengi frá upphafi, 1,12 dali á hlut. 16.5.2008 13:08 Undirstöður íslensks fjármálakerfisins eru sterkar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands mikilvægan áfanga til að efla traust á íslensku fjármálakerfi og tryggja fjármálastöðugleika í landinu. 16.5.2008 12:27 Ekki um neyðaraðstoð að ræða Seðlabanki Íslands hefur tryggt sér aðgang að 1,5 milljarði evra með samningum við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Samningurinn eykur svigrúm Seðlabankans til að lána íslensku viðskiptabönkunum lán í evrum. 16.5.2008 12:00 Viðskiptaráð segir gjaldeyrissamkomulag gott fyrsta skref Viðskiptaráð fagnar samkomulagi Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Svíðþjóðar, Noregs og Danmerkur um tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga og segir þá mikilvægt fyrsta skref til að efla trúverðugleika bankans og íslensks hagkerfis. 16.5.2008 10:32 Börsen segir samningana vera björgunaraðgerð Viðskiptablaðið Börsen segir í morgun að gjaldeyrisskiptasamningar Seðlabankans við aðra seðlabanka á Norðurlöndunum séu björgunaraðgerðir til að aðstoða aðþrengdan Seðlabanka Íslands. 16.5.2008 10:17 Exista áfram með 19,98% hlut í Sampo Sampo sendi í dag flöggunartilkynningu til kauphallarinnar í Helsinki þess efnis að Exista hf. fari áfram með A-hluti í Sampo sem nemur 19,98% af heildarhlutafé í félaginu að teknu tilliti til samþykktrar niðurfellingar á hlutum í Sampo. 16.5.2008 10:07 Kippur í Kauphöllinni í byrjun dags Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um 5,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Svipaða sögu var að segja um meirihluta skráðra félaga eftir að Seðlabanki Íslands tilkynninti um gjaldeyrisskiptasamninga við norræna seðlabanka sem veitir aðgang að 1,5 milljörðum evra. 16.5.2008 10:05 Greining Glitnis spáir 12,1% ársverðbólgu í maí Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,2% í maí. Gangi spáin eftir heldur 12 mánaða verðbólga áfram að aukast og mælist 12,1% í maí samanborið við 11,8% í apríl. 16.5.2008 09:56 SÍ á gjaldeyrisforða og lánalínur upp á 4,5 milljarða evra Með gjaldeyrisskiptasamningum þeim sem Seðlabanki Íslands hefur nú gert við seðlabanka á Norðurlöndunum á bankinn nú gjaldeyrisforða og lánalínur upp á 4,5 milljarða evra. 16.5.2008 09:20 Gengi krónu tekur stökkið Gengi krónunnar tók stökkið snemma í morgun og styrktist um rúm 4 prósent eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti um að hann hefði gert tvíhliða gjaldeyrisskipasamning við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Gengið sveiflaðist talsvert í kjölfarið. 16.5.2008 09:16 Seðlabankinn fær gjaldeyrisskipti upp á 1,5 milljarð evra Seðlabankar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hafa gert tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við Seðlabanka Íslands. 16.5.2008 09:06 Þórhallur í lok dags Þórhallur Ásbjörnsson hjá Greiningardeild Kaupþings var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags í dag. 15.5.2008 18:10 Icelandair breytir skipulagi sölu- og markaðsmála Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi sölu- og markaðsmála hjá Icelandair. Þannig hefur millistjórnendum verið fækkað og nýtt fólk ráðið til starfa. Breytingarnar eru gerðar með það að leiðarljósi að efla markaðs- og sölustarfsemina, stytta ákvörðunarferli og einfalda boðleiðir eins og segir í tilkynningu. 15.5.2008 15:35 Bakkavör tók flugið Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði fallið um rúmar 10 krónur á hlut frá mánaðamótum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar ekki verið lægri síðan um síðustu páska. 15.5.2008 15:30 Icelandic Group tapar 880 milljónum á fyrsta ársfjórðungi Icelandic Group tapaði 7,3 milljónum evra, um 880 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið hins vegar um 277 milljónir króna. 15.5.2008 14:08 Greining Kaupþings spáir 13% ársverðbólgu í maí Greining Kaupþings spáir 2% hækkun vísitölu neysluverðs í maí. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 13% samanborið við 11,8% verðbólgu í apríl. 15.5.2008 11:27 Hlutabréfin niður en gengið á uppleið Úrvalsvísitalan hefur lækkað örlítið í fyrstu viðskiptum dagins eða um 0.2% og stendur nú í 4.820 stigum. Á sama tíma hefur gengisvísitalan lækkað um 1,15% og gengið því styrkst sem því nemur. 15.5.2008 10:36 Gjaldeyrisforðinn er til að sýna styrk „Kjörin hafa verið að batna. Ríkið gæti fengið ágætis kjör núna, kannski 50 til 70 punkta ofan á Libor, en óvíst er að þau muni batna mikið á næstunni,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, um lántökur ríkisins vegna gjaldeyrisforðans. Álagið sé nú í kringum 150 punkta. 15.5.2008 09:37 Velta í dagvöruverslun minnkaði um 2,3% í apríl Velta í dagvöruverslun minnkaði um 2,3% í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi. 15.5.2008 08:44 Segir Glitnir vera að biðla til erlendra fjárfesta Breska viðskiptablaðið The Financial Times heldur því fram að Glitnir hafi átt í óformlegum viðræðum við erlenda fjárfesta um að þeir myndu kaupa hlut í bankanum. 15.5.2008 07:38 Umfangsmestu fjöldauppsagnir í sögu íslenska bankakerfisins Uppsagnir Glitnis á 88 starfsmönnum í dag eru umfangsmestu fjöldauppsagnir í sögu íslenska bankakerfisins. Þetta segir Friðbert Traustason, formaður Félags íslenskra bankastarfsmanna. 14.5.2008 17:51 Glitnir hækkaði í Kauphöllinni í dag Átta félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag. Þeirra mest hækkuðu bréf í Century Aluminum Company eða um 3.23%. Atlantic Petroleum hækkaði um 1,73% og FL Group um 1,42%. 14.5.2008 16:39 Áttatíu og átta sagt upp hjá Glitni á Íslandi - 255 hættir alls Glitnir hefur ákveðið að segja upp 88 manns á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands í dag. 14.5.2008 16:02 Tvö svið hjá Straumi sameinuð Ákveðið hefur verið að sameina tvö svið hjá Straumi - Burðarás undir merkjum samskipta- og markaðssviðs. 14.5.2008 13:52 Hætta með viðskiptavakt í bréfum FL Group í dag Saga Capital og Glitnir banki hf. sem verið hafa viðskiptavakar með hlutabréf FL Group hf. hafa sagt upp samningi um viðskiptavakt frá og með deginum í dag. 14.5.2008 11:09 Icelandair flugmenn fljúga fyrir Air Finnland Ellefu flugmenn hjá Icelandair munu fá launalaust leyfi hjá félaginu til þess að fljúga fyrir finnska flugfélagið Air Finnland nú í sumar. Þetta kemur fram í fréttabréfi FÍA, félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Munu þeir allflestir fara í flugstjórasæti á B757 vélum Air Finnland,“ segir í fréttabréfinu. 14.5.2008 10:29 Krónan styrkist í upphafi dags Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,23 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í rúmum 158 stigum. Gengið styrktist um 0,44 prósent í gær. 14.5.2008 09:31 Glitnir í Noregi gefur út sérvarin skuldabréf Glitnir í Noregi lauk í dag útgáfu sérvarinnar skuldabréfa fyrir sjö milljarða norskra króna, jafnvirði 109 milljarða íslenskra. BN Boligkreditt AS, dótturfélag Glitnis, gefur skuldabréfið út en kaupendur eru norskir fagfjárfestar. Bankinn segir fjármögnun tryggða fyrir starfsemi Glitnis í Noregi út þetta ár og hluta af næsta ári. 14.5.2008 09:18 Danskir bankar tipla á tánum kringum Ísland Andrúmsloftið í kringum efnahag Íslands og íslensku bankanna er orðið svo taugatrekkt að danskir bankar tipla á tánum í greiningum sínum á ástandinu. 14.5.2008 07:35 Samdráttur á föstu verði Á síðasta ári nam verðmæti útfluttra sjávarafurða 127 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðmætaaukningin er 2,8 prósent frá fyrra ári. Sé framleiðslan hins vegar mæld á föstu gengi dróst hún saman um 2,3 prósent. 14.5.2008 06:45 Eini íslenski bankinn á ráðstefnu UBS Forstjórar sjötíu banka kynntu starfsemi sína. Forstjóri KaupþinHreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, kynnti Kaupþing á fjölmennri ráðstefnu fyrir alþjóðlega fjárfesta sem risabankinn UBS stendur fyrir og fer fram í New York.gs boðar innrás í Sviss. 14.5.2008 02:15 Hluthafarnir fengu sitt … en ekki í peningum Rekstrarfélög sem stofnuð voru utan um rekstur knattspyrnudeilda fyrir tæpum áratug hafa ekki skilað eigendum sínum fjárhagslegum arði. 14.5.2008 00:01 Kópavogur grípur til aðgerða vegna lóða í Vatnsendahverfi Kópavogsbær hyggst endurskoða lóðakjör í bænum. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir helgi að endurskoða kjör skuldabréfa og staðgreiðsluafslátt vegna lóða sem bærinn hefur úthlutað í Vatnsendahlíð. Ákveðið verður á næstu vikum hvernig kjörum verður breytt. 14.5.2008 00:01 Bankahólfið: Hógværir Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. 14.5.2008 00:01 Fleiri en Seðlabankinn fái gert upp krónubréf Viðskiptaráð Íslands gerir athugasemdir við frumvarp um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Seðlabanki Finnlands annast uppgjör evrubréfa í haust. 14.5.2008 00:01 Milljarðar í vasa Björgólfsfeðga Samson Global Holdings, félag í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar, fékk í gær greidda tæpa 146,4 milljón hluti í Straumi-Burðarási í arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Markaðsverðmæti hlutanna miðað við gengi bréfa í Straumi í gær nam rúmum 1,7 milljörðum íslenskra króna. 14.5.2008 00:01 Hætta á frekari veikingu krónunnar Greiningardeild Kaupþings telur hættu á frekari veikingu krónunnar vegna skerts vaxtamunar og mikils viðskiptahalla. Þetta kemur fram í sérstakri umfjöllun greiningardeildarinnar um gengismál. 13.5.2008 17:34 Jakob Hansen var gestur Sindra Jakob Hansen, sérfræðingur hjá SPRON Verðbréfum, var gestur Sindra Sindrasonar í dag í þættinum Í lok dags. Þeir fóru yfir ástand og horfur á verðbréfamörkuðum. 13.5.2008 17:27 Neysla heimilanna dregst saman um 10% Miðað við þær vísbendingar sem nú liggja fyrir bendir allt til þess að einkaneysla hafi vaxið á 1 ársfjórðungi 2008. En skjótt skipast veður í lofti og framundan er tveggja ára samdráttur í einkaneyslu sem mun nema allt að 10%. 13.5.2008 17:05 Sjá næstu 50 fréttir
Samþykkt að taka bréf Flögu og Icelandic Group úr viðskiptum Kauphöll Íslands hefur samþykkt að taka hlutabréf Flögu Group hf. og Icelandic Group hf. úr viðskiptum, samkvæmt beiðnum félaganna. Hlutabréf Flögu verða tekin úr viðskiptum eftir lokun þann 12. júní. Hlutabréf í Icelandic Group verða tekin úr viðskiptum þann 16. júní. 16.5.2008 16:12
Bakkavör leiddi hækkanalestina Gengi hlutabréfa í Bakkavör leiddi hækkanahrinu í Kauphöllinni í dag þegar það rauk upp um tæp tíu prósent. Gengi annarra félaga hækkaði nokkuð á síðasta viðskiptadegi vikunnar en einungis þrjú féllu. 16.5.2008 15:33
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Sigurður Jónsson mun láta af störfum framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu hinn 1. júní næstkomandi og taki að sér önnur verkefni fyrir atvinnurekendur. 16.5.2008 14:30
Annar veruleiki við upphaf viðskipta Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 2,5 prósent þegar viðskipti hófust á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Gengið hafði rokið upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 1,56 dölum á hlut. Fyrir opnun viðskipta fór gengið í tvo dali á hlut. 16.5.2008 13:57
Krónan hefur hækkað um 4,55% Gengi krónunnar hefur hækkað um 4,55% í dag og íslenska úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,75%. 16.5.2008 13:48
Traustsyfirlýsing við íslenskt efnahagslíf Í samningum sem Seðlabanki Íslands gerði við seðlabanka í Danmörku, Svíðþjóð og Noregi felst traustsyfirlýsing og skilningur á því að íslenska hagkerfið sé miklu sterkara en svartsýnustu menn töluðu um. 16.5.2008 13:24
Gengi DeCode hækkar um 25 prósent Gengi bréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, rauk upp um 25 prósent í utanþingsviðskiptum fyrir opnun hlutabréfamarkaðar í Bandaríkjunum í dag. Gengið stendur í sléttum tveimur dölum á hlut og hefur hækkað um 78,5 prósent síðan 17. apríl síðastliðinn en þá fór það í lægsta gengi frá upphafi, 1,12 dali á hlut. 16.5.2008 13:08
Undirstöður íslensks fjármálakerfisins eru sterkar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamninga milli seðlabanka Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Íslands mikilvægan áfanga til að efla traust á íslensku fjármálakerfi og tryggja fjármálastöðugleika í landinu. 16.5.2008 12:27
Ekki um neyðaraðstoð að ræða Seðlabanki Íslands hefur tryggt sér aðgang að 1,5 milljarði evra með samningum við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Samningurinn eykur svigrúm Seðlabankans til að lána íslensku viðskiptabönkunum lán í evrum. 16.5.2008 12:00
Viðskiptaráð segir gjaldeyrissamkomulag gott fyrsta skref Viðskiptaráð fagnar samkomulagi Seðlabanka Íslands við Seðlabanka Svíðþjóðar, Noregs og Danmerkur um tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga og segir þá mikilvægt fyrsta skref til að efla trúverðugleika bankans og íslensks hagkerfis. 16.5.2008 10:32
Börsen segir samningana vera björgunaraðgerð Viðskiptablaðið Börsen segir í morgun að gjaldeyrisskiptasamningar Seðlabankans við aðra seðlabanka á Norðurlöndunum séu björgunaraðgerðir til að aðstoða aðþrengdan Seðlabanka Íslands. 16.5.2008 10:17
Exista áfram með 19,98% hlut í Sampo Sampo sendi í dag flöggunartilkynningu til kauphallarinnar í Helsinki þess efnis að Exista hf. fari áfram með A-hluti í Sampo sem nemur 19,98% af heildarhlutafé í félaginu að teknu tilliti til samþykktrar niðurfellingar á hlutum í Sampo. 16.5.2008 10:07
Kippur í Kauphöllinni í byrjun dags Gengi hlutabréfa í SPRON rauk upp um 5,9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Svipaða sögu var að segja um meirihluta skráðra félaga eftir að Seðlabanki Íslands tilkynninti um gjaldeyrisskiptasamninga við norræna seðlabanka sem veitir aðgang að 1,5 milljörðum evra. 16.5.2008 10:05
Greining Glitnis spáir 12,1% ársverðbólgu í maí Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,2% í maí. Gangi spáin eftir heldur 12 mánaða verðbólga áfram að aukast og mælist 12,1% í maí samanborið við 11,8% í apríl. 16.5.2008 09:56
SÍ á gjaldeyrisforða og lánalínur upp á 4,5 milljarða evra Með gjaldeyrisskiptasamningum þeim sem Seðlabanki Íslands hefur nú gert við seðlabanka á Norðurlöndunum á bankinn nú gjaldeyrisforða og lánalínur upp á 4,5 milljarða evra. 16.5.2008 09:20
Gengi krónu tekur stökkið Gengi krónunnar tók stökkið snemma í morgun og styrktist um rúm 4 prósent eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti um að hann hefði gert tvíhliða gjaldeyrisskipasamning við seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Gengið sveiflaðist talsvert í kjölfarið. 16.5.2008 09:16
Seðlabankinn fær gjaldeyrisskipti upp á 1,5 milljarð evra Seðlabankar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hafa gert tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við Seðlabanka Íslands. 16.5.2008 09:06
Þórhallur í lok dags Þórhallur Ásbjörnsson hjá Greiningardeild Kaupþings var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags í dag. 15.5.2008 18:10
Icelandair breytir skipulagi sölu- og markaðsmála Breytingar hafa verið gerðar á skipulagi sölu- og markaðsmála hjá Icelandair. Þannig hefur millistjórnendum verið fækkað og nýtt fólk ráðið til starfa. Breytingarnar eru gerðar með það að leiðarljósi að efla markaðs- og sölustarfsemina, stytta ákvörðunarferli og einfalda boðleiðir eins og segir í tilkynningu. 15.5.2008 15:35
Bakkavör tók flugið Gengi bréfa í Bakkavör hækkaði um 3,63 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði fallið um rúmar 10 krónur á hlut frá mánaðamótum. Úrvalsvísitalan hefur hins vegar ekki verið lægri síðan um síðustu páska. 15.5.2008 15:30
Icelandic Group tapar 880 milljónum á fyrsta ársfjórðungi Icelandic Group tapaði 7,3 milljónum evra, um 880 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið hins vegar um 277 milljónir króna. 15.5.2008 14:08
Greining Kaupþings spáir 13% ársverðbólgu í maí Greining Kaupþings spáir 2% hækkun vísitölu neysluverðs í maí. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 13% samanborið við 11,8% verðbólgu í apríl. 15.5.2008 11:27
Hlutabréfin niður en gengið á uppleið Úrvalsvísitalan hefur lækkað örlítið í fyrstu viðskiptum dagins eða um 0.2% og stendur nú í 4.820 stigum. Á sama tíma hefur gengisvísitalan lækkað um 1,15% og gengið því styrkst sem því nemur. 15.5.2008 10:36
Gjaldeyrisforðinn er til að sýna styrk „Kjörin hafa verið að batna. Ríkið gæti fengið ágætis kjör núna, kannski 50 til 70 punkta ofan á Libor, en óvíst er að þau muni batna mikið á næstunni,“ segir Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, um lántökur ríkisins vegna gjaldeyrisforðans. Álagið sé nú í kringum 150 punkta. 15.5.2008 09:37
Velta í dagvöruverslun minnkaði um 2,3% í apríl Velta í dagvöruverslun minnkaði um 2,3% í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi. 15.5.2008 08:44
Segir Glitnir vera að biðla til erlendra fjárfesta Breska viðskiptablaðið The Financial Times heldur því fram að Glitnir hafi átt í óformlegum viðræðum við erlenda fjárfesta um að þeir myndu kaupa hlut í bankanum. 15.5.2008 07:38
Umfangsmestu fjöldauppsagnir í sögu íslenska bankakerfisins Uppsagnir Glitnis á 88 starfsmönnum í dag eru umfangsmestu fjöldauppsagnir í sögu íslenska bankakerfisins. Þetta segir Friðbert Traustason, formaður Félags íslenskra bankastarfsmanna. 14.5.2008 17:51
Glitnir hækkaði í Kauphöllinni í dag Átta félög hækkuðu í Kauphöllinni í dag. Þeirra mest hækkuðu bréf í Century Aluminum Company eða um 3.23%. Atlantic Petroleum hækkaði um 1,73% og FL Group um 1,42%. 14.5.2008 16:39
Áttatíu og átta sagt upp hjá Glitni á Íslandi - 255 hættir alls Glitnir hefur ákveðið að segja upp 88 manns á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands í dag. 14.5.2008 16:02
Tvö svið hjá Straumi sameinuð Ákveðið hefur verið að sameina tvö svið hjá Straumi - Burðarás undir merkjum samskipta- og markaðssviðs. 14.5.2008 13:52
Hætta með viðskiptavakt í bréfum FL Group í dag Saga Capital og Glitnir banki hf. sem verið hafa viðskiptavakar með hlutabréf FL Group hf. hafa sagt upp samningi um viðskiptavakt frá og með deginum í dag. 14.5.2008 11:09
Icelandair flugmenn fljúga fyrir Air Finnland Ellefu flugmenn hjá Icelandair munu fá launalaust leyfi hjá félaginu til þess að fljúga fyrir finnska flugfélagið Air Finnland nú í sumar. Þetta kemur fram í fréttabréfi FÍA, félagi íslenskra atvinnuflugmanna. „Munu þeir allflestir fara í flugstjórasæti á B757 vélum Air Finnland,“ segir í fréttabréfinu. 14.5.2008 10:29
Krónan styrkist í upphafi dags Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,23 prósent frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í rúmum 158 stigum. Gengið styrktist um 0,44 prósent í gær. 14.5.2008 09:31
Glitnir í Noregi gefur út sérvarin skuldabréf Glitnir í Noregi lauk í dag útgáfu sérvarinnar skuldabréfa fyrir sjö milljarða norskra króna, jafnvirði 109 milljarða íslenskra. BN Boligkreditt AS, dótturfélag Glitnis, gefur skuldabréfið út en kaupendur eru norskir fagfjárfestar. Bankinn segir fjármögnun tryggða fyrir starfsemi Glitnis í Noregi út þetta ár og hluta af næsta ári. 14.5.2008 09:18
Danskir bankar tipla á tánum kringum Ísland Andrúmsloftið í kringum efnahag Íslands og íslensku bankanna er orðið svo taugatrekkt að danskir bankar tipla á tánum í greiningum sínum á ástandinu. 14.5.2008 07:35
Samdráttur á föstu verði Á síðasta ári nam verðmæti útfluttra sjávarafurða 127 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðmætaaukningin er 2,8 prósent frá fyrra ári. Sé framleiðslan hins vegar mæld á föstu gengi dróst hún saman um 2,3 prósent. 14.5.2008 06:45
Eini íslenski bankinn á ráðstefnu UBS Forstjórar sjötíu banka kynntu starfsemi sína. Forstjóri KaupþinHreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, kynnti Kaupþing á fjölmennri ráðstefnu fyrir alþjóðlega fjárfesta sem risabankinn UBS stendur fyrir og fer fram í New York.gs boðar innrás í Sviss. 14.5.2008 02:15
Hluthafarnir fengu sitt … en ekki í peningum Rekstrarfélög sem stofnuð voru utan um rekstur knattspyrnudeilda fyrir tæpum áratug hafa ekki skilað eigendum sínum fjárhagslegum arði. 14.5.2008 00:01
Kópavogur grípur til aðgerða vegna lóða í Vatnsendahverfi Kópavogsbær hyggst endurskoða lóðakjör í bænum. Bæjarráð Kópavogs samþykkti fyrir helgi að endurskoða kjör skuldabréfa og staðgreiðsluafslátt vegna lóða sem bærinn hefur úthlutað í Vatnsendahlíð. Ákveðið verður á næstu vikum hvernig kjörum verður breytt. 14.5.2008 00:01
Bankahólfið: Hógværir Misjafnt er hversu umsvifamiklir stjórnendur og stjórnarmenn fjármálastofnana eru í lántökum innan þeirra bankastofnana sem þeir starfa hjá. Sem dæmi námu útistandandi lán til bankastjóra og framkvæmdastjóra Landsbankans í lok mars um 158 milljónum króna. 14.5.2008 00:01
Fleiri en Seðlabankinn fái gert upp krónubréf Viðskiptaráð Íslands gerir athugasemdir við frumvarp um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Seðlabanki Finnlands annast uppgjör evrubréfa í haust. 14.5.2008 00:01
Milljarðar í vasa Björgólfsfeðga Samson Global Holdings, félag í eigu þeirra feðga Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thor Björgólfssonar, fékk í gær greidda tæpa 146,4 milljón hluti í Straumi-Burðarási í arð vegna afkomunnar á síðasta ári. Markaðsverðmæti hlutanna miðað við gengi bréfa í Straumi í gær nam rúmum 1,7 milljörðum íslenskra króna. 14.5.2008 00:01
Hætta á frekari veikingu krónunnar Greiningardeild Kaupþings telur hættu á frekari veikingu krónunnar vegna skerts vaxtamunar og mikils viðskiptahalla. Þetta kemur fram í sérstakri umfjöllun greiningardeildarinnar um gengismál. 13.5.2008 17:34
Jakob Hansen var gestur Sindra Jakob Hansen, sérfræðingur hjá SPRON Verðbréfum, var gestur Sindra Sindrasonar í dag í þættinum Í lok dags. Þeir fóru yfir ástand og horfur á verðbréfamörkuðum. 13.5.2008 17:27
Neysla heimilanna dregst saman um 10% Miðað við þær vísbendingar sem nú liggja fyrir bendir allt til þess að einkaneysla hafi vaxið á 1 ársfjórðungi 2008. En skjótt skipast veður í lofti og framundan er tveggja ára samdráttur í einkaneyslu sem mun nema allt að 10%. 13.5.2008 17:05