Fleiri fréttir

Bakkavör lækkaði um rúm 2,5%

Íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,18%. Mest lækkaði gengi hlutabréfa í Bakkavör Group eða um 2,52%. Century Aluminum Company lækkaði um 1,43%, FL Group um 1,15%.

Kristinn Þór Geirsson forstjóri B&L

Þann 10.mars næstkomandi verða forstjóraskipti hjá bifreiðaumboðinu B&L. Kristinn Þór Geirsson tekur við forstjórastöðunni hjá félaginu, en Erna Gísladóttir sem verið hefur forstjóri hverfur til annarra starfa.

Þrýstingur á evrópska seðlabanka að lækka vexti

Þrýstingur er á evrópska seðlabanka að lækka vexti. Vaxtaákvarðanir verða teknar í Bretlandi og víða á evrusvæðinu í næstu viku. Þetta kom fram í máli Þórðar Jónassonar, sérfræðings hjá Askar Capital, sem var gestur hjá Sindra Sindrasyni „Í lok dags.“

Hluthafar í Kaupþingi fá 14,8 milljarða í arð

Stjórn Kaupþings banka leggur til að hluthöfum verði greiddur arður að upphæð 14,8 milljarðar króna vegna rekstrarársins 2007. Þetta kemur fram í fundarboði fyrir aðalfund Kaupþings, sem haldinn verður næstkomandi föstudag.

Krónan hindrar aðkomu erlendra langtímafjárfesta

Eitt helsta vandamál íslensks fjármálamarkaðar er að ekki hefur tekist að laða að erlenda langtímafjárfesta. Þetta sagði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþins, í erindi á málstofu BSRB um lífeyrismál.

Exista afnemur starfslokasamninga til forstjóra

Samþykkt var á aðalfundi Exista í gær að við starfslok forstjóra félagsins skuli almennt ekki samið um starfslokagreiðslur umfram það sem kemur fram í ráðningarsamningi.

Straumur hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað um tæp 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi banka og fjármálafyrirtækja að Atlantic Petroleum undanskildu. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 1,12 prósent, Existu um 1,08 prósent, Atlantic Petroleum um 0,76 prósent, í Glitni um 0,6 og Kaupþing um 0,55 prósent.

Actavis markaðssetur krabbameinslyf vestan hafs

Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla- og lyfjastofnunarinnar fyrir markaðssetningu krabbameinslyfs á Bandaríkjamarkað. Lyfið er stungulyf og hefst dreifing þess nú þegar.

Börsen fjallar um lækkun Moodys

Lækkun Moody´s á lánshæfismati íslensku bankana í gær er til umfjöllunnar í viðskiptablaðinu Börsen í dag.

Seðlabankinn á að vera strangur áfram

Hagkerfið er hér sveigjanlegt en viðkvæmt fyrir viðhorfi erlendra fjárfesta, samkvæmt nýju áliti Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Ríki og sveit þurfa að taka sig á í útgjöldum og Íbúðalánasjóður þarfnast endurskoðunar.

Gitnir lokar að mestu leyti í Danmörku

Glitnir hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni í Kaupmannahöfn og flytja stærstan hluta núverandi starfsemi sinnar í Danmörku til London og í höfuðstöðvar bankans á Íslandi.

Lánshæfismatseinkunn bankanna lækkar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur í dag lækkað lánshæfismatseinkunn Landsbankans og Glitnis, þ.e. fyrir langtímaskuldbindingar í A2 úr Aa3 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk í C- úr C, eftir því sem fram kemur í tilkynningum frá bönkunum.

SPRON lækkar áfram í Kauphöllinni

Gengi bréfa í SPRON lækkaði mest allra í Kauphöll Íslands í dag eða um 6,4 prósent. Stendur gengið nú í 5,41. FL Group lækkaði næstmest, um 2,43 prósent, og Landsbankinn fylgdi þar á eftir með 2,36 prósenta lækkun.

Novator með tvo í Elisu

Samningar hafa tekist um að Novator fái tvo fulltrúa í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa. Novator hefur sóst eftir stjórnarsæti um nokkurt skeið.

Nauðsynlegt að koma stöðugleika á og draga úr kostnaði

Stöðugleika íslensks efnahagslífs stafar ógn af hræringum á erlendum fjármálamörkuðum og verður það verkefni stjórnvalda á næstunni að koma á stöðugleika á nýjan leik. Upptaka evru er ekki einn af kostunum í stöðunni nú um stundir. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um íslenskt efnahagslíf sem birt var í dag.

SPRON fellur um rúm tvö prósent

Gengi bréfa í SPRON féll um 2,25 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og stendur það í 5,65 krónum á hlut. SPRON samþykkti á aðalfundi bankans í gær að greiða helming hagnaðar síðasta árs út í arð og skýrir það lækkunina í dag.

Eimskip hækkaði mest í dag

Eimskip hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í dag. Félagið hækkaði um 1,23% og stendur gengi félagsins nú í 28,6. Atlantic Airways lækkaði mest eða um 4,40%.

Promens byggir nýja verksmiðju í Slóvakíu

Íslenska plastframleiðslufyrirtækið Promens hefur undirritað samning um byggingu og leigu á nýju, sérhönnuðu verksmiðjuhúsnæði fyrir plastverksmiðju sína í bænum Nitra í Slóvakíu.

Teymi kaupir 51% í HIVE

Stjórn Teymis hefur samþykkt kaup á 51% hlut í IP fjarskiptum ehf. sem veitir fjarskiptaþjónustu undir vörumerkinu HIVE.

Rauður morgun í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,5% í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni og stendur nú í 5.008 stigum. Aðeins eitt félag, Glitnir, hefur hækkað lítillega eða um 0,3%.

Jafnréttissjónarmið réðu ákvörðun Hildar

Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag.

Ekki með starfslokasamning heldur tveggja ára uppsagnarfrest

Yfirststjórn Icelandair hefur óskað eftir að koma að leiðréttingu vegna fréttar Vísis um starfslok Jóns Karls Helgasonar, fyrrverandi forstjóra félagsins. Vísir greindi frá því að Jón Karl hefði fengið 60 milljónir króna í starfslokasamning þegar hann hætti. Þetta mun ekki vera rétt, heldur var hann með tveggja ára uppsagnarfrest sem hann fékk borgaðan þegar hann lét af störfum.

Parken selur Billetlugen til Miða.is

Miði.is og Nýsir keyptu í dag 90% í Billetlugen, einu framsæknasta miðasölufyrirtæki Danmerkur. Billetlugen var áður í eigu PARKEN Sport and Entertainment (55%) og Hans Henrik Palm (45%).

Verðmyndun byggð á tveimur prósentum

„Það er óvíst að þetta nái flugi ef þetta verða bara innbyrðis kaup milli heildsala,“ segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. Landsnet stefnir að því að í haust hefjist heildsölumarkaður með raforku.

Iceland-keðjan komin í skólabækur

Rekstrarhagnaður Iceland-keðjunnar nam 60 milljónum punda, tæpum 7,9 milljörðum króna, fyrsta árið sem félagið heyrði undir Baug og tengda fjárfesta. Hagnaðurinn var 97 milljónir punda í hitteðfyrra og reiknað með að afkoman í ár nemi 130 milljónum punda.

Ölfusvatnið á Óskarsverðlaununum

„Við unnum Óskarinn,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarfor­maður Icelandic Water Holdings, sem selur átappað lindarvatn úr Ölfus­inu víða um heim undir merkjum Icelandic Glacial.

Nýr forstjóriSterling Airlines

Reza Taleghani tekur við starfi forstjóra Sterling Airlines A/S af Almari Erni Hilmarssyni. Stjórn félagsins tilkynnti um breytinguna í gær. Almar Örn hefur stýrt Sterling Airlines í tæp þrjú ár. Reza hefur síðustu tíu ár starfað hjá JPMorgan í New York og London, en þar mun hann hafa unnið með mörgum helstu flugfélögum og félögum í flugrekstri víða um heim.

Stöðutákn og merki velmegunar

Armbandsúr eru af öllum stærðum og gerðum. Óli Kristján Ármannsson komst að því í spjalli við tvo af helstu úrasölum landsins að í viðskiptalífinu er í auknum mæli horft til armbandsúra við fyrstu kynni, ekki síður en til þess hvort viðkomandi sé í burstuðum skóm og snyrtilega til fara.

Íslendingar fá 21 þúsund tonn í karfa

Sama viðmiðunaraflamark hefur verið lagt til um fyrirkomulag úthafskarfaveiða í ár. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi aðildar­ríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði.

Skipti líklega ein í Slóveníu

„Við höldum okkar viðræðum við slóvensku einkavæðingarnefndina áfram,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta. Slóvenskir fjölmiðlar fullyrða að keppinautur Skipta hafi tekið aftur tilboð sitt í slóvenska landsímann.

Niðursveiflan að nálgast netbóluna

Þegar netbólan sprakk árið 2000 fór Úrvalsvísitalan hér niður um 48 prósent. Í yfirstandandi þrengingum fjármálafyrirtækja nemur lækkunin frá hæsta gildi síðasta árs nú um 44 prósentum. Óli Kristján Ármannsson rifjar upp markaðsþrengingar sí

Skuggahliðin á skattkerfinu útskýrð

Tekjuskattar draga úr vinnuframlagi einstaklinga og um leið þjóðarframleiðslu. Hagfræðiprófessor segir að fyrir vikið sé minna til skiptanna og það hafi áhrif á lífskjör allra.

Stórkaupmenn kjósa um framtíðina

Kosið verður um aflagningu Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) á aðalfundi félagsins 7. mars og um samninga við Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) um stofnun nýrra heildarsamtaka.

Félag um norska fósturvísa

„Við stefnum að því að stofna hlutafélag um innflutning á norskum fósturvísum og sæði,“ segir Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktarfélags Íslands.

SA vill konur í stjórnir

Samtök atvinnulífsins telja að fjölga þurfi konum í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Samtökin benda á að aðalfundir og stjórnarkjör séu fram undan í mörgum fyrirtækjum. Hlutfall kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins sé innan við tíu prósent. Ljóst sé að þar halli verulega á konur.

Magnús farinn úr Gnúpi

„Ég keypti úr Gnúpi áður en við seldum félagið,“ segir athafna- og útgerðarmaðurinn Magnús Kristinsson í Vestmannaeyjum. Gnúpur, sem Magnús átti með Kristni Björnssyni og Þórði Má Jóhannessyni, forstjóra félagsins, var um tíma einn af stærstu hluthöfum í FL Group og Kaupþingi.

Seðlabankinn neitar greiningardeildum

Greiningardeildir bankanna fengu afsvar frá Seðlabankanum þegar þær fóru þess á leit að sitja fundi með bankastjórn og fjölmiðlum. Fordæmin vantar segir Seðlabankinn.

Sjá næstu 50 fréttir