Viðskipti innlent

Rúmlega hálfs milljarðs króna hagnaður hjá Norðlenska

Matvælafyrirtækið Norðlenska hagnaðist um rúmlega hálfan milljarð króna á síðasta ári eftir því sem segir í tilkynningu félagsins.

Þetta er töluvert meiri hagnaður en árið 2006 þegar hann reyndist tæplega nítján milljónir. Eignir félagsins í árslok námu rúmum tveimur milljörðum.

Norðlenska var stærsti sláturleyfishafi landsins í fyrra og slátraði alls rúmlega 3700 tonnum. Þakkar stjórn félagsins framleiðendum og starfsfólki fyrir vel unnin störf og hlut þess í bættri afkomu félagsins.

Norðlenska er með starfstöðvar á fjórum stöðum á landinu og urðu nokkrar breytingar á því á þessu árið. Búsæld, framleiðslufélag bænda, eignaðist félagið að fullu með kaupum á eignarhlutum KEA, Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, Akureyrarbæjar og Norðurþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×