Viðskipti innlent

Athygli á Íslandi eykst við sameiningu OMX og Nasdaq

„Það er nokkuð ljóst að með þessu ættum við að geta náð augum fleiri fjárfesta og íslensk félög fá meiri athygli," sagði Haraldur Yngvi Pétursson. Hann var gestur Sindra „Í lok dags" á Vísi og ræddi sameiningu OMX og Nasdaq og þýðingu sameiningarinnar fyrir íslensku kauphöllina.

Þá ræddu þeir Sindri og Haraldur lækkun SPRON í dag, en félagið lækkaði um 6,4%. Haraldur telur að skýringuna megi rekja til þess að SPRON hafi í dag greitt 1,6 milljarð í arð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×