Viðskipti innlent

Börsen fjallar um lækkun Moodys

Lækkun Moody´s á lánshæfismati íslensku bankana í gær er til umfjöllunnar í viðskiptablaðinu Börsen í dag.

Þar segir meðal annars að Moody hafi áhyggjur af því hve bankarnir séu viðkvæmir fyrir breytingum á fjármálamarkaðnum. Og greint er frá því að breytingin á lánshæfismatinu á Glitni sé sú þriðja á einu ári. Moody lækkaði lánshæfiseinkunn Kaupþings um eitt stig og um tvö stig hjá Glitni og Landsbanka.

Í Vegvísi greiningar Landsbankans segir m.a. að langtíma lánshæfiseinkunn Landsbankans og Kaupþings er sú sama og hún var í upphafi síðasta árs en einkunn Glitnis er einu haki lægri.

Allir bankarnir voru færðir niður um eitt hak, úr C í C- í einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika. Horfur fyrir allar einkunnir eru stöðugar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×