Viðskipti innlent

Exista afnemur starfslokasamninga til forstjóra

Samþykkt var á aðalfundi Exista í gær að við starfslok forstjóra félagsins skuli almennt ekki samið um starfslokagreiðslur umfram það sem kemur fram í ráðningarsamningi.

Samþykktin segir jafnframt að hið sama skuli gilda um lífeyrisgreiðslur. Hinsvegar segir að sérstakar aðstæður geti valdið því að gera þurfi sérstakar starfslokagreiðslur.

Í annari samþykkt er kveðið á um að forstjórar geti lagt til við stjórn félagsins að stjórnendur og starfsmenn dótturfélaga Exista geti fengið umbun umfram samningsbundin launakjör á skilgeindu tímabili. Er þar átt við kauprétti, afhendingu hluta og fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×