Viðskipti innlent

Fyrirtækjum verði í sjálfsvald sett í hvaða gjaldmiðli þau geri upp

Lýður Guðmundsson.
Lýður Guðmundsson.

„Fyrirtækjum á að vera í sjálfsvald sett hvort þau geri upp í evrum eða öðrum gjaldmiðli sem henti betur en króna," sagði Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, á aðalfundi félagsins í dag.

Lýður segir að ársreikningaskrá hafi hafnað ósk Existu um að færa bókhald Lýsingar í evrur í stað íslenskra króna. Lýður telur að hvorki ársreikningaskrá né Seðlabankinn eigi að ákveða þetta heldur eigi sú ákvörðun að færast á hendi fyrirtækjanna sjálfra þó innan þeirra marka sem alþjóðlegir bókhaldsstaðlar setja.

Á aðalfundi var samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að breyta hlutafé Existu í evrur og til að gefa út nýja hluti í félaginu í evrum í stað íslenskra króna, telji stjórn félagsins það fýsilegt. Þá var samþykkt að greiða ekki út arð til hluthafa vegna síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×