Viðskipti innlent

Iceland-keðjan komin í skólabækur

Gunnar Sigurðsson Forstjóri Baugs er hæstánægður með væntanlega afkomu lágvöruverðskeðjunnar Iceland á síðasta ári.
Gunnar Sigurðsson Forstjóri Baugs er hæstánægður með væntanlega afkomu lágvöruverðskeðjunnar Iceland á síðasta ári.

Rekstrarhagnaður Iceland-keðjunnar nam 60 milljónum punda, tæpum 7,9 milljörðum króna, fyrsta árið sem félagið heyrði undir Baug og tengda fjárfesta. Hagnaðurinn var 97 milljónir punda í hitteðfyrra og reiknað með að afkoman í ár nemi 130 milljónum punda.

Iceland-keðjan, sem selur frysta matvöru í rúmum 600 verslunum víðs vegar um Bretland, þykir ein besta fjárfesting sem Íslendingar hafa komið nálægt og skólabókardæmi í bókstaflegum skilningi – enda saga félagsins og frumkvöðlastarf stofnandans Malcolm Walker kennd í MBA-námi í Háskólanum í Reykjavík.

„Iceland gekk frábærlega á síðasta ári og hefur greitt niður mikið af skuldum sínum frá því félagið var endurfjármagnað í apríl í fyrra,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group. „Við erum mjög ánægð með stöðu mála.“- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×