Viðskipti innlent

Eimskip hækkaði mest í dag

Eimskip hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í dag. Félagið hækkaði um 1,23% og stendur gengi félagsins nú í 28,6. Atlantic Airways lækkaði mest eða um 4,40%.

Það voru þrjú félög sem hækkuðu en auk Eimskipa hækkaði Century Aluminum Company um 0,56% og Icelandiari Group um 0,40%.

Þá lækkaði Glitnir um 2,57% og Landsbanki Íslands um 2,30%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,56% og stendur nú í rúmum 4955 stigum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×