Viðskipti innlent

Nýr forstjóriSterling Airlines

Reza Taleghani
Reza Taleghani

Reza Taleghani tekur við starfi forstjóra Sterling Airlines A/S af Almari Erni Hilmarssyni. Stjórn félagsins tilkynnti um breytinguna í gær.

Almar Örn hefur stýrt Sterling Airlines í tæp þrjú ár. Reza hefur síðustu tíu ár starfað hjá JPMorgan í New York og London, en þar mun hann hafa unnið með mörgum helstu flugfélögum og félögum í flugrekstri víða um heim.

Þorsteinn Örn Guðmundsson, stjórnarformaður Sterling Airlines, fagnar aðkomu Reza að félaginu og nýr forstjóri segist sömuleiðis spenntur að taka við. Í tilkynningunni kemur fram að hann hefji störf innan skamms eftir flutning til Kaupmannahafnar. „Reza og Almar munu vinna náið saman næstu vikur til að tryggja farsæl forstjóraskipti hjá félaginu,“ segir í tilkynningunni.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×