Viðskipti innlent

Verðbréfaskráning annist uppgjör í erlendri mynt í samstarfi við bakhjarl

Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, var formaður nefndarinnar.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, var formaður nefndarinnar.

Nefnd á vegum viðskiptaráðherra leggur til að Verðbréfaskráningu Íslands eða sambærilegir aðilar geti annast uppgjör íslenskra hlutabréfa í erlendri mynt í samstarfi við barkhjarl sem hafi öryggan aðgang að fjármunum í skráningargjaldmiðlinum. Bendir nefndin á sænsku verðbréfamiðstöðina sem fyrirmynd en hún hefur samið við Finnlandsbanka um uppgjör á sænskum verðbréfum sem skráð eru í evrum.

Viðskiptaráðherra skipaði nefndina skömmu fyrir jól og var Jón Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans, formaður hennar. Fram kemur í skýrslu nefndarinnar að brýnt sé að eyða óvissu um það hvaða reglur gildi um uppgjör íslenskra hlutabréa í erlendri mynt.

Nefndin mælir enn fremur með því að viðskiptaráðherra efni sem fyrst til endurskoðunar á öllum íslenskum laga- og reglugerðarákvæðum sem snerta uppgjör verðbréfaviðskipta, hver sem viðskiptamyntin er, með það fyrir augum að einfalda slík ákvæði í takt við tæknibreytingar og alþjóðavæðingu viðskipta.

Viðskiptaráðherra hefur kynnt efni skýrslunnar fyrir ríkisstjórn og drög að frumvarpi hefur verið sent til þingflokka ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu, segir í tilkynningu viðskiptaráðuneytisins.

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×