Félag um norska fósturvísa 27. febrúar 2008 06:00 Von á norskum frændsystkinum Hópur bænda hyggst stofna hlutafélag um innflutning á fósturvísum og sæði norska rauða kúakynsins. „Við stefnum að því að stofna hlutafélag um innflutning á norskum fósturvísum og sæði,“ segir Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktarfélags Íslands. Hann segir að hópur bænda standi að stofnun félagsins en ekki sé víst hversu margir þeir verði. Til standi að félagið verði til í næsta mánuði. Hugmyndin sé að gera tilraun á um tíu búum, sem eigi að standa í fjögur til fimm ár. Í framhaldinu verður sótt um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins til að flytja inn fósturvísa og sæði úr norska rauða kúakyninu. „Við gerum ráð fyrir að kostnaður við innflutninginn verði á bilinu tíu til fimmtán milljónir króna,“ segir Jón. Hann segir að norsku kýrnar bæði mjólki betur og séu þolnari gagnvart sjúkdómum en íslenskar kýr. „Ein af hverjum þremur kúm sem eru felldar er með júgurbólgu, svo ég nefni dæmi,“ segir Jón. Hann segir að ráðherra, með blessun yfirdýralæknis eigi lokaorðið um hvort innflutningurinn verði heimilaður. „Við förum yfir málið þegar landbúnaðarráðuneytið biður okkur um umsögn,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Hann bendir á að um síðustu aldamót hafi verið sótt um innflutning á fósturvísum frá Noregi. Þá hafi embættið talið að áhætta vegna sjúkdóma væri ásættanleg. Hins vegar varð ekkert af innflutningi þá vegna andstöðu bænda. Halldór bendir jafnframt á að júgurbólga sé algengur sjúkdómur í mjólkurkúm. Það eigi við hér eins og annars staðar, einnig í Noregi. - ikh Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Við stefnum að því að stofna hlutafélag um innflutning á norskum fósturvísum og sæði,“ segir Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktarfélags Íslands. Hann segir að hópur bænda standi að stofnun félagsins en ekki sé víst hversu margir þeir verði. Til standi að félagið verði til í næsta mánuði. Hugmyndin sé að gera tilraun á um tíu búum, sem eigi að standa í fjögur til fimm ár. Í framhaldinu verður sótt um leyfi til landbúnaðarráðuneytisins til að flytja inn fósturvísa og sæði úr norska rauða kúakyninu. „Við gerum ráð fyrir að kostnaður við innflutninginn verði á bilinu tíu til fimmtán milljónir króna,“ segir Jón. Hann segir að norsku kýrnar bæði mjólki betur og séu þolnari gagnvart sjúkdómum en íslenskar kýr. „Ein af hverjum þremur kúm sem eru felldar er með júgurbólgu, svo ég nefni dæmi,“ segir Jón. Hann segir að ráðherra, með blessun yfirdýralæknis eigi lokaorðið um hvort innflutningurinn verði heimilaður. „Við förum yfir málið þegar landbúnaðarráðuneytið biður okkur um umsögn,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Hann bendir á að um síðustu aldamót hafi verið sótt um innflutning á fósturvísum frá Noregi. Þá hafi embættið talið að áhætta vegna sjúkdóma væri ásættanleg. Hins vegar varð ekkert af innflutningi þá vegna andstöðu bænda. Halldór bendir jafnframt á að júgurbólga sé algengur sjúkdómur í mjólkurkúm. Það eigi við hér eins og annars staðar, einnig í Noregi. - ikh
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira