Viðskipti innlent

SPRON lækkar áfram í Kauphöllinni

Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.
Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON.

Gengi bréfa í SPRON lækkaði mest allra í Kauphöll Íslands í dag eða um 6,4 prósent. Stendur gengið nú í 5,41. FL Group lækkaði næstmest, um 2,43 prósent og Landsbankinn fylgdi þar á eftir með 2,36 prósenta lækkun. Þar á eftir kom Bakkavör sem lækkaði um rúm tvö prósent.

Hlutabréf í Atorku hækkuðu hins vegar mest í dag, um 2,65 prósent,og stendur gengið í 8,12. Þá hækkaði Eimskip einnig, um 1,39 prósent, og Century Aluminum hækkaði um 1,22 prósent.

Almennt voru lækkanir í Kauphöllinni í dag sem þýddi að úrvalsvísitalan lækkaði um 1,56 prósent og stendur hún nú í 4955 stigum. Þá styrktist gengi krónunnar og er nú 128,74 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×