Viðskipti innlent

Hluthafar í Kaupþingi fá 14,8 milljarða í arð

Kaupþing banki.
Kaupþing banki.
Stjórn Kaupþings banka leggur til að hluthöfum verði greiddur arður að upphæð 14,8 milljarðar króna vegna rekstrarársins 2007. Þetta kemur fram í fundarboði fyrir aðalfund Kaupþings, sem haldinn verður næstkomandi föstudag. Arðgreiðslan nemur 20 krónum á hlut, sem samsvarar 21% af hagnaði félagsins á árinu 2007.

Þá kemur fram í fundarboðinu tillaga um að Lýður Guðmundsson, starfandi stjórnarformaður Existu, stjórnarformaður Símans og stjórnarmaður í Bakkavör Group, taki sæti í stjórn bankans í stað Antonios P. Yerolemou, sem var fulltrúi Bakkavarar Group.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×