Viðskipti innlent

Gitnir lokar að mestu leyti í Danmörku

Þorsteinn Már Baldvinsson tók nýverið við sem stjórnarformaður Glitnis.
Þorsteinn Már Baldvinsson tók nýverið við sem stjórnarformaður Glitnis.

Glitnir hefur ákveðið að loka skrifstofu sinni í Kaupmannahöfn og flytja stærstan hluta núverandi starfsemi sinnar í Danmörku til London og í höfuðstöðvar bankans á Íslandi.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að breytingin sé liður í

því að skerpa áherslur bankans í Evrópu og ná fram aukinni

kostnaðarsamlegð og hagræði í starfsemi bankans. Skrifstofa Glitnis

í London leiðir starfsemi bankans í Bretlandi og á meginlandi Evrópu.

 

Bent er á að 17 manns starfi á skrifstofu bankans í Danmörku en starfsemin snýr að mestu að alþjóðlegum umsvifum bankans. Sú starfsemi flyst nú til London og Íslands og mun bankinn þjóna dönskum viðskiptavinum sínum þaðan. Ekki kemur fram hvort starfsmönnunum verði sagt upp.

 

,,Í núverandi markaðsástandi leggur bankinn áherslu á þá

meginstefnu að byggja frekar upp bankastarfsemi sína í Noregi og að

bjóða upp á tengda fjármálaþjónustu á Norðurlöndunum. Ennfremur mun

bankinn auka áherslu á þjónustu við alþjóðlega kjarnaviðskiptavini,

sérstaklega innan markaðssyllna bankans, sjávarafurða og jarðvarma,

en Glitnir hefur leiðandi stöðu á þeim sviðum í krafti reynslu sinnar

og sérþekkingar," segir í tilkynningunni.

 

Starfsemi Nordic Total Capital teymis bankans, sem sérhæfir sig í

samþættri yfirtökufjármögnun á starfar þó áfram í Danmörku sem sjálfstæð starfseining.

 

Ljóst er að forsvarsmenn Glitnis ætla að standa við stóru orðin um aðhaldsaðgerðir á næstunni en stjórnarformaður bankans, Þorsteinn Már Baldvinsson, sagði í hádegisviðtali Markaðarins á dögunum að skorið yrði niður þar sem því yrði við komið. Stjórnendur bankans hafa þegar gengið á undan með góðu fordæmi með því að lækka laun sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×