Fleiri fréttir Vörður samfélagsins Nú er heldur betur líf í tuskunum hjá sparisjóðunum eftir að SPRON ákvað að breyta sér í hlutafélag. Byr er á sama tíma að gleypa SPK og brátt verður Sparisjóður Norðlendinga runninn inn í Byr. Litlu sparisjóðirnir sjá auðvitað að þetta gengur ekki lengur, aðstæður eru með þeim hætti að þeir keppa ekki við þá stóru um kúnna sem verða stærri og stærri. 1.8.2007 04:00 1,2 milljarða hagnaður Teymi hagnaðist um 1,16 milljarða króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 1,03 milljörðum króna. Sala fjórðungsins nam 5,16 milljörðum króna og jókst um fimmtán prósent frá sama tímabili árið áður. Þá var Teymi enn hluti af Dagsbrúnar-samsteypunni. 1.8.2007 03:45 Íslensku félögin bera af Exista hækkar mest af stærstu fjármálafyrirtækjum Norðurlanda á árinu en Kaupþing vex hraðast. 1.8.2007 03:30 Glitnir fram úr væntingum Glitnir skilaði 9,5 milljörðum króna í hús á öðrum ársfjórðungi sem var rúmum 1,1 milljarði króna meira en meðaltalsspá markaðsaðila hljóðaði upp á. Þetta er næstbesti ársfjórðungur bankans frá upphafi en sá besti kom á öðrum ársfjórðungi í fyrra þegar félagið hagnaðist um ellefu milljarða króna. Nam arðsemi eiginfjár 24,2 prósentum á síðasta fjórðungi. 1.8.2007 03:15 Lækkanir til marks um alþjóðleg áhrif Íslensk hlutabréf hafa lækkað í samræmi við bréf á erlendum mörkuðum. Til marks um alþjóðavæðingu íslensks viðskiptalífs að mati forstöðumanns greiningar Glitnis. 1.8.2007 02:45 Kaupmáttur ýtir undir fasteignaverð Fjögurra vikna velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um 155 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og hefur ekki verið meiri á þeim tíma sem gögn ná til. Veltan í júní nam 28,7 milljörðum króna. 1.8.2007 02:30 Enn biðstaða í Stork Beðið er ákvörðunar Candover sem vill kaupa Stork. Marel hefur augastað á matvælavinnsluvélahluta samstæðunnar. Þróun mála hjá ABN Amro kann að hafa áhrif á yfirtökuferlið. 1.8.2007 02:00 Viðsnúningur hjá Össuri Stoðtækjarisinn Össur tapaði á fyrri helmingi árs, þrátt fyrir hagnað á öðrum ársfjórðungi. 1.8.2007 01:30 Heimsótti Halifax um helgina Viðskiptatækifæri bar á góma í heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Nova Scotia í Kanada um síðustu helgi, en um miðjan mánuðinn var gengið frá nýjum og víðtækum loftferðasamningi við Kanada. 1.8.2007 00:45 Novafone? Gárungar eru hugsi yfir nýupplýstu samstarfi fjarskiptafyrirtækjanna Vodafone og Nova á sviði farsímaþjónustu. Félögin hafa nefnilega samið um samnýtingu kerfa sinna og spara sér þannig dágóðar fjárhæðir með því að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone. 1.8.2007 00:45 Ísland í fjórða sæti Verðbólga á ársgrundvelli mældist 2,2 prósent innan ríkja OECD í júní. Verðbólga á Íslandi nam fjórum prósentum og var sú fjórða mesta innan OECD; jafnmikil og í Mexíkó. Mest mældist verðbólgan í Tyrklandi, 8,6 prósent. Verðbólgan í Ungverjalandi var 8,6 prósent og 4,9 prósenta verðbólga mældist á Írlandi. 1.8.2007 00:30 Afturgengin þvættisskýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti á vef sínum í liðinni viku heljarinnar úttekt á stöðu mála hér með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og varna gegn hryðjuverkavá. Framsetningin var: Landsskýrsla númer 7/254, júlí 2007. 1.8.2007 00:30 Björk og ríkisskulda-bréfin Walter Updegrave, einn ritstjóra CNN Money tímaritsins, treystir sér ekki til að mæla með kaupum á íslenskum ríkisskuldabréfum í svari við fyrirspurn sem birtist á vefsíðu tímaritsins. Ritstjórinn segir að vissulega hafi ávöxtun ríkisskuldabréfa verið góð undanfarin ár. 1.8.2007 00:30 Aðalskoðun seld Ragnar Þórir Guðgeirsson hefur ásamt fleiri fjárfestum keypt Aðalskoðun hf. Félagið, sem var stofnað 1994, sér um skoðun á bifreiðum. Með í kaupunum fylgir Sýni ehf. sem er dótturfélag Aðalskoðunar hf. og sér um eftirlit í sjávarútvegi. 31.7.2007 17:10 Teymi hagnast um 1,16 milljarða Fjarskiptafyrirtækið Teymi hagnaðist um 1,16 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Sex mánaða hagnaður nemur 2,76 milljörðum króna. 31.7.2007 15:53 Össur tapar 1,2 milljónum dala Stoðtækjarisinn Össur tapaði 1,2 milljónum bandaríkjadala á fyrstu sex mánuðum árs. Hagnaður varð af rekstri félagsins á öðrum ársfjórðungi. 31.7.2007 14:53 Hagnaður Glitnis nam rúmum 11 milljörðum Hagnaður Glitnis banka fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 11,3 milljörðum króna og er það aukning um 34% frá fyrsta ársfjórðungi. 31.7.2007 13:17 Vöruskiptahallinn í júní nam 9,9 milljörðum Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 20,1 milljarð króna og inn fyrir 30,0 milljarða króna, eftir því sem fram kemur á vef Hagstofunnar. Vöruskiptahallinn nam því 9,9 milljörðum króna. Í júní 2006 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,5 milljarða króna. 31.7.2007 12:36 Metvelta á fasteignamarkaði Fjögurra vikna meðalvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um 155 prósent miðað við sama tíma í fyrra og hefur ekki verið meiri á þeim tíma sem gögn ná til, eða til ársins 2002. 31.7.2007 04:00 Sex daga lækkun vísitölunnar Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,19 prósent í gær og endaði í 8.507 stigum. Þetta var sjötti viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan lækkar og þarf að leita aftur til ellefta maí árið 2005 til að finna jafn marga lækkunardaga í röð. 31.7.2007 02:00 Ljúka yfirtökunni á Versacold Öll skilyrði yfirtökutilboðs Eimskips í kanadíska fyrirtækið Versacold Income Fund hafa verið uppfyllt samkvæmt tilkynningu Eimskip Holdings Inc., dótturfélags Hf. Eimskipafélags Íslands og stjórnar Versacold Income Fund til Kauphallar Íslands í gær. 31.7.2007 01:45 Fyrstu tölur Lárusar Weldings Glitnir birtir hálfsárs uppgjör sitt í dag sem er það fyrsta eftir að Lárus Welding tók við forstjórastarfinu af Bjarna Ármannssyni. 31.7.2007 01:30 Viðræður um sameiningu sparisjóða Viðræður standa nú yfir um mögulega sameiningu BYR-sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga. Markmiðið er að styrkja stöðu sparisjóðanna í harðnandi samkeppni á fjármálamarkaði til hagsbóta fyrir viðskiptavini, starfsfólk og stofnfjáreigendur. Stjórnarformenn sparisjóðanna stýra viðræðunum samkvæmt umboði frá stjórnum þeirra. 30.7.2007 16:27 Geysir kaupir í kanadísku jarðhitafyrirtæki Gengið hefur verið frá samningum um kaup Geysis Green Energy ehf. á um 20% hlutafjár í kanadíska jarðhitafyrirtækinu Western GeoPower Corporation (WGP). Með kaupunum er Geysir kominn inn á jarðvarmamarkaðinn í Norður Ameríku en WGP byggir nú 30 megawatta jarðvarmavirkjun á Geysissvæðinu í Kalíforníu og í undirbúningi er 100 megawatta virkjun í Bresku Kólumbíu í Kanada. 30.7.2007 11:15 Samnýta 3G og GSM dreifikerfi hvors annars Vodafone og Nova hafa samið um samnýtingu farsímakerfa hvors annars og hafa stjórnir félaganna þegar samþykkt samning þess efnis. Samningurinn felur í sér að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone. 27.7.2007 16:55 Háskerpuútsendingar á Digital Ísland Sjónvarpsútsendingar í háskerpugæðum (High Definition) hefjast á dreifikerfinu Digital Ísland í haust og verður Digital Ísland því fyrst til að bjóða slíka þjónustu hér á landi. Í fréttatilkynningu frá Vodafone kemur fram að tilraunaútsendingar í háskerpu séu þegar hafnar og gangi vel. 27.7.2007 16:17 Söluaukning hjá Símanum Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans og tengdra félaga, nam 2,4 milljörðum króna´fyrstu sex mánuði árs. Tæplega þriðjungs aukning varð á sölu. Til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað. 27.7.2007 16:16 Staðfesta lánshæfi Kaupþings Kaupþing fær lánshæfiseinkunnina A hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings. 27.7.2007 15:32 Titringur á mörkuðum Talsverðar lækkanir hafa orðið í Kauphöll Íslands í morgun. Alls hafa bréf í tuttugu og einu félagi lækkað. Krónan hefur veikst um hálft prósent í dag og miklar verðlækkanir hafa orðið á alþjóðamörkuðum. 27.7.2007 14:11 Glitnir: Verðbólga niður í 3,3% Greining spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) lækki um 0,1% milli júlí og ágúst. Gangi spáin eftir hjaðnar mæld verðbólga úr 3,8% í 3,3%. Verðbólga í upphafi árs var 6,9% og hefur farið lækkandi undanfarna mánuði. 27.7.2007 11:44 Hagnaður Bakkavarar 3,2 milljarðar króna Bakkavör hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi árs. Hagnaður félagsins jókst um tuttugu og sjö prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra. Bakkavör hagnaðist um tvo milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. 27.7.2007 06:00 Exista hf. slær hvergi slöku við Exista skilaði 221,4 milljóna evru hagnaði, um 18,4 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta var um fjörutíu prósentum meiri hagnaður en meðaltalsspá Glitnis og Kaupþings hljóðaði upp á. 27.7.2007 04:00 Tæpir 8 milljarðar í hús Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki skilaði 7,7 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Það var lítillega undir spám greiningardeilda bankanna sem vanmátu kostnað vegna fyrirtækjakaupa á fjórðungnum. 27.7.2007 02:45 Meta Kaupþing á við landsframleiðslu Citigroup hefur hækkað markgengið á Kaupþingi upp í 1.500 krónur á hlutinn og mælir með kaupum í bankanum. Þetta er um 17,5 prósenta hækkun frá fyrra verðmati og kemur í kjölfar hálfs árs uppgjörs Kaupþings sem var langt umfram væntingar markaðsaðila, þar á meðal Citigroup. 27.7.2007 02:45 Róbert Wessman fékk 12,2 milljarða Ellefu fruminnherjar í Actavis og aðilar tengdir þeim fengu 233,4 milljónir evra, jafnvirði 19,3 milljarða króna, þegar Novator gekk frá greiðslu kaupverðs vegna yfirtöku á félaginu. Til þessa hóps teljast forstjóri, aðstoðarforstjóri, framkvæmdastjórar og stjórnarmenn auk tengdra félaga og maka. 27.7.2007 00:45 Hagnaður Bakkavarar 3,2 milljarðar á fyrri helmingi ársins Bakkavör Group hf. skilaði 3,2 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2007, sem er 27% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 2,0 milljörðum króna og jókst um 11% milli fjórðunga. 26.7.2007 16:43 VBS fjárfestingarbanki hagnast um rúman einn milljarð króna Hagnaður VBS fjárfestingarbanka á fyrri hluta þessa árs nam rúmum einum milljarði króna eftir skatta samkvæmt milliuppgjöri bankans. Framkvæmdastjóri bankans segir bankann hafa náð viðsnúningi í vaxtatekjum og aukið verulega tekjur af miðlun verðbréfa. 26.7.2007 16:28 Hluthafar fengu ekki greitt á réttum tíma Nokkur dæmi eru um að hlutafjárhafar hafi ekki fengið greitt fyrir hluti sína í Actavis. Til stóð að greiða út alla hluti í gær. Heimildarmenn Vísis segja að í Landsbankanum, sem hafi séð um greiðslu hlutana, hafi verið unnið langt fram eftir kvöldi í gær en ýmislegt hafi orsakað tafir. Salan hafi einfaldlega verið það stór. 26.7.2007 12:31 Spá hækkandi fasteignaverði og lækkandi verðbólgu Fasteignaverð mun halda áfram að hækka en eldsneytisverð standa í stað samkvæmt verðbólguspá greiningardeildar Kaupþings. Verðbólgan mun fara úr 3,8 prósentum í 3,5 í næsta mánuði. 26.7.2007 11:03 Methagnaður hjá Eik banka Eik banki hagnaðist um 2,3 milljarða á fyrri árshelmingi. Þrjátíu prósent meira en á sama tímabili í fyrra. Eik banki var fyrr á árinu skráður samhliða í kauphallirnar í Danmörku og á Íslandi. 26.7.2007 10:09 Hagnaður Straums-Burðaráss nemur tæpum 8 milljörðum Hagnaður Straums-Burðaráss eftir skatta á öðrum ársfjórðungi árið 2007 nemur 94,2 milljónum evra, jafnvirði 7,7 milljarða króna, en var 280 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2006. Hagnaður eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2007 var jafnvirði 13 milljarða króna. 26.7.2007 09:50 Krónan óskiljanlega sterk „Nánast er óskiljanlegt hvernig krónan getur verið svona sterk, meðan viðskiptahallinn er jafn mikill og raun ber vitni. Eina hugsanlega skýringin er náttúrulega hið háa vaxtastig“, sagði Hreiðar á kynningarfundi Kaupþings í gær. 26.7.2007 00:45 Kaupþing hagnast um tæpa 47 milljarða króna Hagnaður Kaupþings á fyrri helmingi þessa árs nam 46,8 milljörðum króna eftir skatta samkvæmt uppgjöri bankans. Jókst hagnaðurinn um nærri helming miðað við sama tímabil í fyrra. Þá námu rekstrartekjur bankans á öðrum ársfjórðungi um 52 milljörðum og jukust um tæp 67 prósent milli ára. Rekstur allra helstu afkomueininga eru betri en áætlanir gerður ráð fyrir segir forstjóri bankans. 25.7.2007 09:36 Hugsa sér til hreyfings Alls starfa nú sex íslenskir lögfræðingar á vegum bankanna á erlendri grundu; þrír hjá Kaupþingi, tveir hjá Landsbankanum í Lúxemborg og einn hjá Glitni. Hjá öllum bönkunum starfa síðan lögfræðisvið þar sem viðfangsefnin eru oft af alþjóðlegum toga. 25.7.2007 00:01 Sumarleyfið borgaði sig Hún var skrýtin þessi utanlandsferð til Spánar. Í stað þess að liggja marineraður með tærnar upp í loft í steikjandi stiga hita þá lá ég í símanum. Bölvaður tölvumaðurinn kom aldrei með mótaldið þannig að síminn var eina vopnið sem ég hafði til þess að fylgjast með ævintýralegum hækkunum á markaðnum í síðustu viku. 25.7.2007 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Vörður samfélagsins Nú er heldur betur líf í tuskunum hjá sparisjóðunum eftir að SPRON ákvað að breyta sér í hlutafélag. Byr er á sama tíma að gleypa SPK og brátt verður Sparisjóður Norðlendinga runninn inn í Byr. Litlu sparisjóðirnir sjá auðvitað að þetta gengur ekki lengur, aðstæður eru með þeim hætti að þeir keppa ekki við þá stóru um kúnna sem verða stærri og stærri. 1.8.2007 04:00
1,2 milljarða hagnaður Teymi hagnaðist um 1,16 milljarða króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) nam 1,03 milljörðum króna. Sala fjórðungsins nam 5,16 milljörðum króna og jókst um fimmtán prósent frá sama tímabili árið áður. Þá var Teymi enn hluti af Dagsbrúnar-samsteypunni. 1.8.2007 03:45
Íslensku félögin bera af Exista hækkar mest af stærstu fjármálafyrirtækjum Norðurlanda á árinu en Kaupþing vex hraðast. 1.8.2007 03:30
Glitnir fram úr væntingum Glitnir skilaði 9,5 milljörðum króna í hús á öðrum ársfjórðungi sem var rúmum 1,1 milljarði króna meira en meðaltalsspá markaðsaðila hljóðaði upp á. Þetta er næstbesti ársfjórðungur bankans frá upphafi en sá besti kom á öðrum ársfjórðungi í fyrra þegar félagið hagnaðist um ellefu milljarða króna. Nam arðsemi eiginfjár 24,2 prósentum á síðasta fjórðungi. 1.8.2007 03:15
Lækkanir til marks um alþjóðleg áhrif Íslensk hlutabréf hafa lækkað í samræmi við bréf á erlendum mörkuðum. Til marks um alþjóðavæðingu íslensks viðskiptalífs að mati forstöðumanns greiningar Glitnis. 1.8.2007 02:45
Kaupmáttur ýtir undir fasteignaverð Fjögurra vikna velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um 155 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og hefur ekki verið meiri á þeim tíma sem gögn ná til. Veltan í júní nam 28,7 milljörðum króna. 1.8.2007 02:30
Enn biðstaða í Stork Beðið er ákvörðunar Candover sem vill kaupa Stork. Marel hefur augastað á matvælavinnsluvélahluta samstæðunnar. Þróun mála hjá ABN Amro kann að hafa áhrif á yfirtökuferlið. 1.8.2007 02:00
Viðsnúningur hjá Össuri Stoðtækjarisinn Össur tapaði á fyrri helmingi árs, þrátt fyrir hagnað á öðrum ársfjórðungi. 1.8.2007 01:30
Heimsótti Halifax um helgina Viðskiptatækifæri bar á góma í heimsókn Geirs H. Haarde forsætisráðherra til Nova Scotia í Kanada um síðustu helgi, en um miðjan mánuðinn var gengið frá nýjum og víðtækum loftferðasamningi við Kanada. 1.8.2007 00:45
Novafone? Gárungar eru hugsi yfir nýupplýstu samstarfi fjarskiptafyrirtækjanna Vodafone og Nova á sviði farsímaþjónustu. Félögin hafa nefnilega samið um samnýtingu kerfa sinna og spara sér þannig dágóðar fjárhæðir með því að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone. 1.8.2007 00:45
Ísland í fjórða sæti Verðbólga á ársgrundvelli mældist 2,2 prósent innan ríkja OECD í júní. Verðbólga á Íslandi nam fjórum prósentum og var sú fjórða mesta innan OECD; jafnmikil og í Mexíkó. Mest mældist verðbólgan í Tyrklandi, 8,6 prósent. Verðbólgan í Ungverjalandi var 8,6 prósent og 4,9 prósenta verðbólga mældist á Írlandi. 1.8.2007 00:30
Afturgengin þvættisskýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti á vef sínum í liðinni viku heljarinnar úttekt á stöðu mála hér með tilliti til aðgerða gegn peningaþvætti og varna gegn hryðjuverkavá. Framsetningin var: Landsskýrsla númer 7/254, júlí 2007. 1.8.2007 00:30
Björk og ríkisskulda-bréfin Walter Updegrave, einn ritstjóra CNN Money tímaritsins, treystir sér ekki til að mæla með kaupum á íslenskum ríkisskuldabréfum í svari við fyrirspurn sem birtist á vefsíðu tímaritsins. Ritstjórinn segir að vissulega hafi ávöxtun ríkisskuldabréfa verið góð undanfarin ár. 1.8.2007 00:30
Aðalskoðun seld Ragnar Þórir Guðgeirsson hefur ásamt fleiri fjárfestum keypt Aðalskoðun hf. Félagið, sem var stofnað 1994, sér um skoðun á bifreiðum. Með í kaupunum fylgir Sýni ehf. sem er dótturfélag Aðalskoðunar hf. og sér um eftirlit í sjávarútvegi. 31.7.2007 17:10
Teymi hagnast um 1,16 milljarða Fjarskiptafyrirtækið Teymi hagnaðist um 1,16 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Sex mánaða hagnaður nemur 2,76 milljörðum króna. 31.7.2007 15:53
Össur tapar 1,2 milljónum dala Stoðtækjarisinn Össur tapaði 1,2 milljónum bandaríkjadala á fyrstu sex mánuðum árs. Hagnaður varð af rekstri félagsins á öðrum ársfjórðungi. 31.7.2007 14:53
Hagnaður Glitnis nam rúmum 11 milljörðum Hagnaður Glitnis banka fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 11,3 milljörðum króna og er það aukning um 34% frá fyrsta ársfjórðungi. 31.7.2007 13:17
Vöruskiptahallinn í júní nam 9,9 milljörðum Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 20,1 milljarð króna og inn fyrir 30,0 milljarða króna, eftir því sem fram kemur á vef Hagstofunnar. Vöruskiptahallinn nam því 9,9 milljörðum króna. Í júní 2006 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,5 milljarða króna. 31.7.2007 12:36
Metvelta á fasteignamarkaði Fjögurra vikna meðalvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um 155 prósent miðað við sama tíma í fyrra og hefur ekki verið meiri á þeim tíma sem gögn ná til, eða til ársins 2002. 31.7.2007 04:00
Sex daga lækkun vísitölunnar Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,19 prósent í gær og endaði í 8.507 stigum. Þetta var sjötti viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan lækkar og þarf að leita aftur til ellefta maí árið 2005 til að finna jafn marga lækkunardaga í röð. 31.7.2007 02:00
Ljúka yfirtökunni á Versacold Öll skilyrði yfirtökutilboðs Eimskips í kanadíska fyrirtækið Versacold Income Fund hafa verið uppfyllt samkvæmt tilkynningu Eimskip Holdings Inc., dótturfélags Hf. Eimskipafélags Íslands og stjórnar Versacold Income Fund til Kauphallar Íslands í gær. 31.7.2007 01:45
Fyrstu tölur Lárusar Weldings Glitnir birtir hálfsárs uppgjör sitt í dag sem er það fyrsta eftir að Lárus Welding tók við forstjórastarfinu af Bjarna Ármannssyni. 31.7.2007 01:30
Viðræður um sameiningu sparisjóða Viðræður standa nú yfir um mögulega sameiningu BYR-sparisjóðs og Sparisjóðs Norðlendinga. Markmiðið er að styrkja stöðu sparisjóðanna í harðnandi samkeppni á fjármálamarkaði til hagsbóta fyrir viðskiptavini, starfsfólk og stofnfjáreigendur. Stjórnarformenn sparisjóðanna stýra viðræðunum samkvæmt umboði frá stjórnum þeirra. 30.7.2007 16:27
Geysir kaupir í kanadísku jarðhitafyrirtæki Gengið hefur verið frá samningum um kaup Geysis Green Energy ehf. á um 20% hlutafjár í kanadíska jarðhitafyrirtækinu Western GeoPower Corporation (WGP). Með kaupunum er Geysir kominn inn á jarðvarmamarkaðinn í Norður Ameríku en WGP byggir nú 30 megawatta jarðvarmavirkjun á Geysissvæðinu í Kalíforníu og í undirbúningi er 100 megawatta virkjun í Bresku Kólumbíu í Kanada. 30.7.2007 11:15
Samnýta 3G og GSM dreifikerfi hvors annars Vodafone og Nova hafa samið um samnýtingu farsímakerfa hvors annars og hafa stjórnir félaganna þegar samþykkt samning þess efnis. Samningurinn felur í sér að Vodafone fær aðgang að nýju dreifikerfi Nova fyrir þriðju kynslóð farsíma (3G) og Nova fær aðgang að GSM farsímakerfi Vodafone. 27.7.2007 16:55
Háskerpuútsendingar á Digital Ísland Sjónvarpsútsendingar í háskerpugæðum (High Definition) hefjast á dreifikerfinu Digital Ísland í haust og verður Digital Ísland því fyrst til að bjóða slíka þjónustu hér á landi. Í fréttatilkynningu frá Vodafone kemur fram að tilraunaútsendingar í háskerpu séu þegar hafnar og gangi vel. 27.7.2007 16:17
Söluaukning hjá Símanum Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans og tengdra félaga, nam 2,4 milljörðum króna´fyrstu sex mánuði árs. Tæplega þriðjungs aukning varð á sölu. Til stendur að skrá félagið á hlutabréfamarkað. 27.7.2007 16:16
Staðfesta lánshæfi Kaupþings Kaupþing fær lánshæfiseinkunnina A hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings. 27.7.2007 15:32
Titringur á mörkuðum Talsverðar lækkanir hafa orðið í Kauphöll Íslands í morgun. Alls hafa bréf í tuttugu og einu félagi lækkað. Krónan hefur veikst um hálft prósent í dag og miklar verðlækkanir hafa orðið á alþjóðamörkuðum. 27.7.2007 14:11
Glitnir: Verðbólga niður í 3,3% Greining spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) lækki um 0,1% milli júlí og ágúst. Gangi spáin eftir hjaðnar mæld verðbólga úr 3,8% í 3,3%. Verðbólga í upphafi árs var 6,9% og hefur farið lækkandi undanfarna mánuði. 27.7.2007 11:44
Hagnaður Bakkavarar 3,2 milljarðar króna Bakkavör hagnaðist um 3,2 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi árs. Hagnaður félagsins jókst um tuttugu og sjö prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra. Bakkavör hagnaðist um tvo milljarða króna á öðrum ársfjórðungi. 27.7.2007 06:00
Exista hf. slær hvergi slöku við Exista skilaði 221,4 milljóna evru hagnaði, um 18,4 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta var um fjörutíu prósentum meiri hagnaður en meðaltalsspá Glitnis og Kaupþings hljóðaði upp á. 27.7.2007 04:00
Tæpir 8 milljarðar í hús Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki skilaði 7,7 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Það var lítillega undir spám greiningardeilda bankanna sem vanmátu kostnað vegna fyrirtækjakaupa á fjórðungnum. 27.7.2007 02:45
Meta Kaupþing á við landsframleiðslu Citigroup hefur hækkað markgengið á Kaupþingi upp í 1.500 krónur á hlutinn og mælir með kaupum í bankanum. Þetta er um 17,5 prósenta hækkun frá fyrra verðmati og kemur í kjölfar hálfs árs uppgjörs Kaupþings sem var langt umfram væntingar markaðsaðila, þar á meðal Citigroup. 27.7.2007 02:45
Róbert Wessman fékk 12,2 milljarða Ellefu fruminnherjar í Actavis og aðilar tengdir þeim fengu 233,4 milljónir evra, jafnvirði 19,3 milljarða króna, þegar Novator gekk frá greiðslu kaupverðs vegna yfirtöku á félaginu. Til þessa hóps teljast forstjóri, aðstoðarforstjóri, framkvæmdastjórar og stjórnarmenn auk tengdra félaga og maka. 27.7.2007 00:45
Hagnaður Bakkavarar 3,2 milljarðar á fyrri helmingi ársins Bakkavör Group hf. skilaði 3,2 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2007, sem er 27% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 2,0 milljörðum króna og jókst um 11% milli fjórðunga. 26.7.2007 16:43
VBS fjárfestingarbanki hagnast um rúman einn milljarð króna Hagnaður VBS fjárfestingarbanka á fyrri hluta þessa árs nam rúmum einum milljarði króna eftir skatta samkvæmt milliuppgjöri bankans. Framkvæmdastjóri bankans segir bankann hafa náð viðsnúningi í vaxtatekjum og aukið verulega tekjur af miðlun verðbréfa. 26.7.2007 16:28
Hluthafar fengu ekki greitt á réttum tíma Nokkur dæmi eru um að hlutafjárhafar hafi ekki fengið greitt fyrir hluti sína í Actavis. Til stóð að greiða út alla hluti í gær. Heimildarmenn Vísis segja að í Landsbankanum, sem hafi séð um greiðslu hlutana, hafi verið unnið langt fram eftir kvöldi í gær en ýmislegt hafi orsakað tafir. Salan hafi einfaldlega verið það stór. 26.7.2007 12:31
Spá hækkandi fasteignaverði og lækkandi verðbólgu Fasteignaverð mun halda áfram að hækka en eldsneytisverð standa í stað samkvæmt verðbólguspá greiningardeildar Kaupþings. Verðbólgan mun fara úr 3,8 prósentum í 3,5 í næsta mánuði. 26.7.2007 11:03
Methagnaður hjá Eik banka Eik banki hagnaðist um 2,3 milljarða á fyrri árshelmingi. Þrjátíu prósent meira en á sama tímabili í fyrra. Eik banki var fyrr á árinu skráður samhliða í kauphallirnar í Danmörku og á Íslandi. 26.7.2007 10:09
Hagnaður Straums-Burðaráss nemur tæpum 8 milljörðum Hagnaður Straums-Burðaráss eftir skatta á öðrum ársfjórðungi árið 2007 nemur 94,2 milljónum evra, jafnvirði 7,7 milljarða króna, en var 280 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2006. Hagnaður eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2007 var jafnvirði 13 milljarða króna. 26.7.2007 09:50
Krónan óskiljanlega sterk „Nánast er óskiljanlegt hvernig krónan getur verið svona sterk, meðan viðskiptahallinn er jafn mikill og raun ber vitni. Eina hugsanlega skýringin er náttúrulega hið háa vaxtastig“, sagði Hreiðar á kynningarfundi Kaupþings í gær. 26.7.2007 00:45
Kaupþing hagnast um tæpa 47 milljarða króna Hagnaður Kaupþings á fyrri helmingi þessa árs nam 46,8 milljörðum króna eftir skatta samkvæmt uppgjöri bankans. Jókst hagnaðurinn um nærri helming miðað við sama tímabil í fyrra. Þá námu rekstrartekjur bankans á öðrum ársfjórðungi um 52 milljörðum og jukust um tæp 67 prósent milli ára. Rekstur allra helstu afkomueininga eru betri en áætlanir gerður ráð fyrir segir forstjóri bankans. 25.7.2007 09:36
Hugsa sér til hreyfings Alls starfa nú sex íslenskir lögfræðingar á vegum bankanna á erlendri grundu; þrír hjá Kaupþingi, tveir hjá Landsbankanum í Lúxemborg og einn hjá Glitni. Hjá öllum bönkunum starfa síðan lögfræðisvið þar sem viðfangsefnin eru oft af alþjóðlegum toga. 25.7.2007 00:01
Sumarleyfið borgaði sig Hún var skrýtin þessi utanlandsferð til Spánar. Í stað þess að liggja marineraður með tærnar upp í loft í steikjandi stiga hita þá lá ég í símanum. Bölvaður tölvumaðurinn kom aldrei með mótaldið þannig að síminn var eina vopnið sem ég hafði til þess að fylgjast með ævintýralegum hækkunum á markaðnum í síðustu viku. 25.7.2007 00:01