Viðskipti innlent

Hagnaður Straums-Burðaráss nemur tæpum 8 milljörðum

Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss, á hluthafafundi fyrirtækisins í fyrra.
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums-Burðaráss, á hluthafafundi fyrirtækisins í fyrra. Mynd/ Heiða Helgadóttir

Hagnaður Straums-Burðaráss eftir skatta á öðrum ársfjórðungi árið 2007 nemur 7,7 milljörðum íslenskra króna, en var 280 milljónir íslenskar krónur á öðrum ársfjórðungi árið 2006. Hagnaður eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2007 var 13 milljarðar íslenskra króna, en var 18 milljarðar islenskra króna á fyrri helmingi ársins 2006.

Hreinar rekstrartekjur fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi námu 12 milljörðum króna, en voru 1,1 milljarður á sama tímabili árið 2006. Á fyrri helmingi ársins 2007 fóru hreinar rekstrartekjur í 19,7 milljarða króna sem er 20% lækkun frá fyrra ári. Ef frá eru taldar tekjur vegna sölu á hlutum í Íslandsbanka hækkuðu hreinar rekstrartekjur um 15% á fyrri árshelming 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×