Viðskipti innlent

Spá hækkandi fasteignaverði og lækkandi verðbólgu

Spá hækkandi fasteignaverði.
Spá hækkandi fasteignaverði. MYND/VG

Fasteignaverð mun halda áfram að hækka en eldsneytisverð standa í stað samkvæmt verðbólguspá greiningardeildar Kaupþings. Verðbólgan mun fara úr 3,8 prósentum í 3,5 í næsta mánuði.

Samkvæmt verðbólguspá greiningardeildar Kaupþings banka hafa umsvif á fasteignamarkaði aukist jafnt og þétt frá síðustu áramótum. Umsvifin í dag eru svipuð og þau þegar kaupbylgja gekk yfir fasteignamarkaðinn haustið 2004. Fasteignaverð hefur hækkað um 9,2 prósent síðustu tólf mánuði og gert er ráð fyrir frekari hækkunum á næstunni.

Þá hefur eldsneytisverð lækkað um 9,3 prósent frá áramótum og lækkaði síðast um 1,14 prósent í þessari viku vegna gengisþróunar. Ekki er gert ráð fyrir frekari breytingum á næstunni.

Áhrif af sumarútsölum í verslunum mun þó vega á móti hækkandi íbúðaverði og því er gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni aðeins hækka um 0,1 prósent í næsta mánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×