Viðskipti innlent

Aðalskoðun seld

Ragnar Þórir Guðgeirsson hefur ásamt fleiri fjárfestum keypt Aðalskoðun hf. Félagið, sem var stofnað 1994, sér um skoðun á bifreiðum. Með í kaupunum fylgir Sýni ehf. sem er dótturfélag Aðalskoðunar hf. og sér um eftirlit í sjávarútvegi.

Í janúar síðastliðnum keypti Frumherji hf. Aðalskoðun hf. en Samkeppniseftirlitið ógilti samrunann með vísan til 17. greinar samkeppnislaga.

Ekki er gert ráð fyrir breytingum á rekstri félaganna fyrst um sinn en markmið kaupenda er að efla starfssemi þeirra með útvíkkun í núverandi starfssemi og sókn í öðrum greinum eftirlits.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×