Viðskipti innlent

Exista hf. slær hvergi slöku við

Exista skilaði 221,4 milljóna evru hagnaði, um 18,4 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta var um fjörutíu prósentum meiri hagnaður en meðaltalsspá Glitnis og Kaupþings hljóðaði upp á.



Hagnaður félagsins var borinn uppi af fjárfestingastarfsemi undir undir þann þátt falla eignarhlutir í Bakkavör, Kaupþingi og Sampo Group. Þessi liður skilaði 185,5 milljónum evra en rekstrarstarfsemi, þ.m.t. af vátryggingarekstri og eignaleigustarfsemi, um 36 milljónum evra

Á fyrri hluta ársins hagnaðist Exista um 862 milljónir evra sem er um 71,5 milljarðar króna. Þetta er mesti hálfs árs hagnaður íslensks fyrirtækis fyrr og síðar.



Arðsemi eigin fjár á síðasta fjórðungi var 32 prósent á ári en sjötíu prósent fyrir fyrstu sex mánuðina. Rekstrartekjur fjórðungsins voru 290 milljónir evra en rúmur helmingur af þeim er hlutur Existu af áætluðum hagnaði Kaupþings og Sampo á síðasta ársfjórðungi.

Rekstrarkostnaður og tjónagjöld námu 40 milljónum evra á ársfjórðungnum.



Eignir Existu námu 7.709 milljónum evra (640 milljarðar) í lok júní og höfðu aukist um 75 prósent frá ársbyrjun. Skýra kaup félagsins í Sampo miklu um þennan vöxt en Exista á nú tæpan fimmtungshlut í finnska fjármálafyrirtækinu.



Eigið fé var komið í 2,8 milljarða evra, um 234 milljarða, og hafði aukist um helming á árinu. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 36,7 prósent um mitt árið.



Hlutabréf félagsins lækkuðu um 0,63 prósent í gær en uppgjörið var birt eftir lokun markaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×