Viðskipti innlent

Fyrstu tölur Lárusar Weldings

Glitnir birtir hálfsárs uppgjör sitt í dag sem er það fyrsta eftir að Lárus Welding tók við forstjórastarfinu af Bjarna Ármannssyni.



Landsbankinn spáir góðu uppgjöri frá Glitni. „Mikil endurskipulagning hefur átt sér stað nýlega hjá bankanum og þá sérstaklega í tengslum við starfsemi bankans í Noregi. Við spáum 8,5 ma.kr. hagnaði hjá bankanum á fjórðungnum,“ segir í Vegvísi Landsbankans.



Kaupþing reiknar með að hagnaður Glitnis á öðrum ársfjórðungi hafi legið rétt undir 8,2 milljörðum króna.



Glitnir skilaði um ellefu milljörðum króna í hagnað á öðrum ársfjórðungi í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×