Viðskipti innlent

Hluthafar fengu ekki greitt á réttum tíma

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Nokkur dæmi eru um að hlutafjárhafar hafi ekki fengið greitt fyrir hluti sína í Actavis. Til stóð að greiða út alla hluti í gær. Heimildarmenn Vísis segja að Landsbankinn hafi séð um greiðslu hlutana. Unnið hafi verið að því að greiða þá út langt fram eftir kvöldi í gær.

Salan hafi einfaldlega verið það stór að ekki hafi verið unnt að klára að greiða út á tilsettum tíma. Ýmislegt hafi orsakað tafir. Nokkrir hluthafar hafi ekki gefið upp hvar bréfin voru geymd og talsverð vinna hafi farið í að kanna það. Þá hafi sumir seljendur óskað eftir greiðslu í evrum en ekki verið búnir að gefa upp evrureikninga.

Heimildarmenn fullyrða að nú sé búið að ganga frá öllum hnútum. Því muni allar greiðslur skila sér til seljenda í dag, ef undanskildar eru þær greiðslur sem fara í gegnum banka í Englandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×