Viðskipti innlent

Glitnir: Verðbólga niður í 3,3%

Ingólfur Bender, hjá Greiningardeild Glitnis.
Ingólfur Bender, hjá Greiningardeild Glitnis.

Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) lækki um 0,1% milli júlí og ágúst. Gangi spáin eftir hjaðnar mæld verðbólga úr 3,8% í 3,3%. Verðbólga í upphafi árs var 6,9% og hefur farið lækkandi undanfarna mánuði. Samkvæmt spá Glitnis mun verðbólga vera 3,8% yfir árið í heild en 4,7% yfir næsta ár.

Aukin verðbólga á næsta ári skýrist meðal annars af gengislækkun krónunnar sem búist er við á næsta ári. Spáð er 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í september sem skýrist af mestu að því að þá mun sumarútsölum á fötum og skóm vera lokið og haustfatnaður vera kominn í verslanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×