Tæpir 8 milljarðar í hús 27. júlí 2007 02:45 William Fall, forstjóri Straums, kynnti ársfjórðungsuppgjör bankans í gær. Mynd/GVA Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki skilaði 7,7 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Það var lítillega undir spám greiningardeilda bankanna sem vanmátu kostnað vegna fyrirtækjakaupa á fjórðungnum. Hagnaður Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka nam 94,19 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi. Það jafngildir um 7,7 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar var hagnaðurinn 69,16 milljónir evra á fyrsta fjórðungi þessa árs. William Fall, forstjóri Straums-Burðaráss, segir bankann hafa aukið verulega við fjölbreytni í rekstri sínum. Unnið sé að því að fá dreifðari tekjur inn í reksturinn, auka eigi hlutdeild vaxta- og þóknanatekna og draga frekar úr stöðutökum í hlutabréfum. Þetta gerir hann ráð fyrir að minnki verulega þær sveiflur sem verið hafa í afkomu bankans. Hagnaður fjórðungsins var nokkuð lægri en greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir. Meðaltalsspá þeirra hljóðaði upp á rúmlega hundrað milljóna evra hagnað. Tekjur voru í samræmi við spár en munurinn stafaði af hærri kostnaði en gert var ráð fyrir. Hann kom að mestu til vegna einskiptiskostnaðar sem til féll á ársfjórðungnum. Mikinn vöxt er að merkja á flestum sviðum Straums. Hreinar rekstrartekjur fjórðungsins námu 148,20 milljónum evra, samanborið við 92,51 milljón evra á fyrsta fjórðungi ársins. Heildareignir jukust um 1,64 milljarða evra og námu 6,8 milljörðum þann 30. júní. Heildarútlán jukust um 266 milljónir evra. Þá hefur starfsmannafjöldi bankans tífaldast á síðustu átján mánuðum. William Fall segist ekki gera ráð fyrir eins hröðum vexti það sem eftir er af árinu eins og á fyrri helmingnum. Áherslan verði nú heldur á samþættingu þeirra félaga sem keypt voru fyrr á árinu, eQ og Wood&Company. „Straumur er þó í þeirri sérstöku stöðu að eiga of mikið fjármagn úr að spila. Eiginfjárstaða hans er mjög rúm. Ef gott tækifæri kemur til spilanna, eitthvað sem vit er í á góðu verði, munum við að sjálfsögðu líta á það. Það er hins vegar ekkert í pípunum eins og er.“ Fall hefur nú vermt forstjórastól Straums í sjö vikur. Hann hefur gefið út að eftir níutíu daga í starfi verði ný stefna og framtíðarsýn bankans kynnt. „Straumur hefur náð langflestum þeim markmiðum sem voru sett fyrir átján mánuðum. Nú er kominn tími til að innleiða ný markmið, ekki einungis fjárhagsleg heldur einnig um aukið gagnsæi til hluthafa og bætta þjónustu. Við ætlum að verða leiðandi fjárfestingarbanki í Norður- og Mið-Evrópu. Þetta eru nauðsynleg skref til þess.“ Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Straumur-Burðarás Fjárfestingarbanki skilaði 7,7 milljarða króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Það var lítillega undir spám greiningardeilda bankanna sem vanmátu kostnað vegna fyrirtækjakaupa á fjórðungnum. Hagnaður Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka nam 94,19 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi. Það jafngildir um 7,7 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar var hagnaðurinn 69,16 milljónir evra á fyrsta fjórðungi þessa árs. William Fall, forstjóri Straums-Burðaráss, segir bankann hafa aukið verulega við fjölbreytni í rekstri sínum. Unnið sé að því að fá dreifðari tekjur inn í reksturinn, auka eigi hlutdeild vaxta- og þóknanatekna og draga frekar úr stöðutökum í hlutabréfum. Þetta gerir hann ráð fyrir að minnki verulega þær sveiflur sem verið hafa í afkomu bankans. Hagnaður fjórðungsins var nokkuð lægri en greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir. Meðaltalsspá þeirra hljóðaði upp á rúmlega hundrað milljóna evra hagnað. Tekjur voru í samræmi við spár en munurinn stafaði af hærri kostnaði en gert var ráð fyrir. Hann kom að mestu til vegna einskiptiskostnaðar sem til féll á ársfjórðungnum. Mikinn vöxt er að merkja á flestum sviðum Straums. Hreinar rekstrartekjur fjórðungsins námu 148,20 milljónum evra, samanborið við 92,51 milljón evra á fyrsta fjórðungi ársins. Heildareignir jukust um 1,64 milljarða evra og námu 6,8 milljörðum þann 30. júní. Heildarútlán jukust um 266 milljónir evra. Þá hefur starfsmannafjöldi bankans tífaldast á síðustu átján mánuðum. William Fall segist ekki gera ráð fyrir eins hröðum vexti það sem eftir er af árinu eins og á fyrri helmingnum. Áherslan verði nú heldur á samþættingu þeirra félaga sem keypt voru fyrr á árinu, eQ og Wood&Company. „Straumur er þó í þeirri sérstöku stöðu að eiga of mikið fjármagn úr að spila. Eiginfjárstaða hans er mjög rúm. Ef gott tækifæri kemur til spilanna, eitthvað sem vit er í á góðu verði, munum við að sjálfsögðu líta á það. Það er hins vegar ekkert í pípunum eins og er.“ Fall hefur nú vermt forstjórastól Straums í sjö vikur. Hann hefur gefið út að eftir níutíu daga í starfi verði ný stefna og framtíðarsýn bankans kynnt. „Straumur hefur náð langflestum þeim markmiðum sem voru sett fyrir átján mánuðum. Nú er kominn tími til að innleiða ný markmið, ekki einungis fjárhagsleg heldur einnig um aukið gagnsæi til hluthafa og bætta þjónustu. Við ætlum að verða leiðandi fjárfestingarbanki í Norður- og Mið-Evrópu. Þetta eru nauðsynleg skref til þess.“
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun