Viðskipti innlent

Hagnaður Bakkavarar 3,2 milljarðar á fyrri helmingi ársins

Hagnaður Bakkavarar eykst talsvert frá því í fyrra.
Hagnaður Bakkavarar eykst talsvert frá því í fyrra. Mynd/ VIsir.is
Bakkavör Group hf. skilaði 3,2 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2007, sem er 27% aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður eftir skatta á öðrum ársfjórðungi nam 2,0 milljörðum króna og jókst um 11% milli fjórðunga.

Heildarvelta félagsins á fyrri helmingi ársins var góð og nam 90,2 milljörðum króna og var vöxtur í undirliggjandi rekstri 10,0%. Sala félagsins á öðrum ársfjórðungi nam 46,6 milljörðum króna og nam vöxtur í undirliggjandi rekstri 6,4%.

Rekstrarhagnaður nam 7,1 milljarði króna á fyrstu sex mánuðunum og 3,9 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (EBITDA) nam 9,1 milljarði króna á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 12% aukning, og 5,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi, sem er nánast óbreytt frá sama tímabili í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×