Viðskipti innlent

Krónan óskiljanlega sterk

Hreiðar Már Sigurðsson frstjóri Kaupþings telur að mikill viðskiptahalli valda á endanum snarpri veikingu krónunnar. Fréttablaðð/GVA
Hreiðar Már Sigurðsson frstjóri Kaupþings telur að mikill viðskiptahalli valda á endanum snarpri veikingu krónunnar. Fréttablaðð/GVA

„Nánast er óskiljanlegt hvernig krónan getur verið svona sterk, meðan viðskiptahallinn er jafn mikill og raun ber vitni. Eina hugsanlega skýringin er náttúrulega hið háa vaxtastig“, sagði Hreiðar á kynningarfundi Kaupþings í gær.



Hreiðar sagði óvissutíma framundan í íslensku efnahagslífi og tók Bandaríkin sem dæmi „Myndin hérna er bjöguð. Við munum hvernig fór fyrir bandaríkjadalnum. Mikill viðskiptahalli varð á endanum til þess að dalurinn veiktist hratt.“



Verðbólga, sterk staða krónunnar og mikil viðskipti á mörkuðum voru helstu ástæður góðrar afkomu þess hluta starfsemi Kaupþings sem fram fer á Íslandi, að sögn Hreiðars Más Sigurðssonar forstjóra. Hreinar vaxtatekjur bankans á Íslandi námu til að mynda tæplega 12,5 milljörðum króna á fyrri hluta árs og jukust um fimmtíu prósent milli ára.



Starfsmönnum Kaupþings hefur fjölgað hratt undanfarin ár og eru nú 2970 talsins. Hreiðar sagði þrjú hundruð nýja starfsmenn hafa verið ráðna það sem af er ári, og sagðist hlakka til að ráða þann þrjúþúsundasta síðar á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×