Viðskipti innlent

Metvelta á fasteignamarkaði

Fjögurra vikna meðalvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu jókst um 155 prósent miðað við sama tíma í fyrra og hefur ekki verið meiri á þeim tíma sem gögn ná til, eða til ársins 2002.



Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans er frá því greint að ársbreytingin hafi tekið mikinn kipp við byrjun sumars með aukinni veltu á fasteignamarkaði. „Einungis tvisvar sinnum áður hefur verið svipuð fjögurra vikna ársbreyting en það var undir lok árs 2004 og á vormánuðum 2005 en þá var breytingin um 120 prósent,“ segir í riti greiningardeildarinnar.



Bankinn bendir þó á að lækkun lánshlutfalls auk hærri vaxta gæti hægt á fasteignamarkaðinum, lánshlutfall íbúðalána hjá Íbúðalánasjóði hafi nýlega verið lækkað úr 90 prósentum í 80 prósent, auk þess sem viðskiptabankarnir hafi hækkað vexti á íbúðalánum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×