Viðskipti innlent

Sex daga lækkun vísitölunnar

Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,19 prósent í gær og endaði í 8.507 stigum. Þetta var sjötti viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan lækkar og þarf að leita aftur til ellefta maí árið 2005 til að finna jafn marga lækkunardaga í röð.



Frá því að Úrvalsvísitalan náði hæsta gildi frá upphafi hinn 18. júlí hefur hún lækkað um 5,6 prósent. Þrátt fyrir umræddar lækkanir er árshækkun hennar þegar orðin um 33 prósent.



Velta gærdagsins nam 9,4 milljörðum króna og var mikill fjöldi viðskipta eða 845.



Erlendir hlutabréfamarkaðir, sem hafa einnig verið að lækka, réttu úr kútnum í gær og hækkuðu bandarísk hlutabréf eftir að verðbréfafyrirtæki á Wall Street mæltu með kaupum í hlutabréfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×